- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Olympiacos-liðar eru alls ekki af baki dottnir

Panagiotis Messinis aðstoðarþjálfari og Željko Babić þjálfari Olympiacos t.h. handbolti.is/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
- Auglýsing -

„Við eigum góða möguleika á að vinna Evrópubikarkeppnina þótt við séum fjórum mörkum undir eftir fyrri leikinn. Ekki er útilokað að vinna upp fjögurra marka forksot,“ er haft eftir Dimitris Tziras leikmanni Olympiacos á heimasíðu félagsins. Tziras og félagar búa sig af kostgæfni undir síðari viðureignina við Val í úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla sem fram fer í körfuknattleikshöll Olympiacos í Aþenu á laugardaginn.

„Við förum vel yfir okkar frammistöðu í fyrri leiknum, lærum af mistökum og mætum reynslunni ríkari til leiks,“ segir Tziras ennfremur um leið og hann skorar á stuðningsmenn Olympiacos að fjölmenna á leikinn. „Stuðningsmenn okkar geta leikið stórt hlutverk.“

Skrifum söguna

Giorgos Papavasilis leikmaður Olympiacos er einnig bjartsýnn á að liðinu takist að snúa við taflinu og verða Evrópubikarmeistari. „Við viljum skrifa sögu félagsins,“ segir Papavasilis á heimasíðu félagsins.

Ódýrustu miðarnir á 1.500 kr

Miðasala er hafin á leikinn á laugardaginn og kosta miðarnir frá 10 og upp í 50 evrur eða frá 1.500 til 7.500 kr. Pláss er fyrir allt að 12 þúsund áhorfendur í körfuknattleikshöll félagsins sem nefnist Peace and Friendship Stadium upp á ensku eða Stadio Eirinis kai Philias á grísku. Óvíst er þó hvort öll sæti hallarinnar verði nýtt.

Úrslitakeppnin á morgun

Áður en að leiknum við Val kemur mætir Olympiacos liði Drama í undanúrslitum grísku úrvalsdeildarinnar. Viðureignin átti að fara fram í síðustu viku en var seinkað vegna Íslandsferðar.

Sjá einnig:

Myndasyrpa: Valur – Olympiacos, 30:26

Evrópumolar: Nokkrar staðreyndir fyrir leik Vals og Olympiacos SFP

Grikkir reyna að slá Valsmenn út af laginu – skipta um leikstað

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -