- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ólympíumolar: Alfreð, Fischer, nýir Ungverjar, Saugstrup, Lenne, Nahi, villtist, markahæstir og hæstar

Engu er líkara en Egyptinn Seif Elderaa sé að kalla boltann til sín. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þýskalands gerði eina breytingu á leikmannahópi sínum í gær fyrir leikinn við Spánverja í næst síðustu umferð riðlakeppni handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í dag. Justus Fischer var kallaðurinn í hópinn í stað Jannik Kohlbacher. Fischer er 21 árs gamall leikmaður Hannover-Burgdorf. 
  • Viðureign Þýskalands og Spánar hefst klukkan 14. Sigurlið leiksins ætti að vera öruggt um sæti í átta liða úrslitum. 
  • Bence Imre, Zoltan Szita og Kristof Palasics urðu að draga sig út úr leikmannahópi Ungverja á Ólympíuleikunum í gærkvöld. Roland Mikler, Egon Hanusz og Miklos Rost koma í þeirra stað. Ungverjar mæta Dönum í fyrsta leik dagsins. Flautað verður til leiks klukkan 7 árdegis á íslenskum tíma. 
  • Magnus Saugstrup mætir til leiks á ný með Dönum eftir að hafa setið yfir vegna ökklameiðsla gegn Argentínu í fyrradag. Lasse Andersson verður ekki í 14 manna hópi Dana í dag vegna endurkomu Saugstrup. 
  • Yanis Lenne leikur væntanlega ekki fleiri leiki með franska landsliðinu á Ólympíuleiknum vegna meiðsla á ökkla. Dylan Nahi tognaði í leiknum við Egypta og verður a.m.k. ekki með franska liðinu í dag gegn Argentínu
  • Í stað Lenne og Nahi taka Aymeric Minne og Nicolas Tournat sæti í franska liðinu í dag. Viðureign Frakka og Argentínumanna hefst klukkan 9 árdegis að íslenskum tíma. 
  • Enn berast fregnir af rútubílstjórum sem annað hvort rata ekki á milli áfangastaða með íþróttafólk á Ólympíuleikunum eða þá að festast í umferðateppu. Danska kvennalandsliðið mætti seinna í keppnishöllina í París í gær en til stóð áður en það lék við þýska landsliðið. Bílstjóri danska liðsins lenti á villigötum á leið sinni með liðið í keppnishöllina. Honum lánaðist að komast inn á rétta sporið fyrir rest.
  • Mathias Gidsel er markahæsti leikmaður handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikunum áður en fjórða umferðin hefst í dag. Hann hefur skoraði 32 mörk, níu fleiri en landi hans Simon Pytlick sem er næst markahæstur. Egyptinn Yahia Omar er í þriðja sæti með 22 mörk. 
  • Blaz Janc, Slóveníu, Ahmed Mesilhy, Egyptalandi, Kosuke Yasuhira, Japan og Ungverjinn Bence Imre hafa skoraði 20 mörk hver. 
  • Hollenska handknattleikskonan Angela Malestein og Vilma Nenganga frá Angóla eru jafnar með 23 mörk hvor á skrá yfir markahæstu leikmenn handknattleikskeppni kvenna á Ólympíuleiknum. Ungverjinn Katrin Klujber er næst á eftir með 22 mörk. Ana Gros frá Slóveníu hefur skorað 21 mark og Hollendingurinn Dione Housheer hefur skoraði 20 mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -