- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi fór á kostum í stórsigri – Magdeburg stigi á eftir efstu liðum

Ómar Ingi Magnússon skoraði 11 mörk í dag. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Ómar Ingi Magnússon lék við hvern sinni fingur í dag þegar SC Magdeburg vann neðsta lið þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 14 marka mun, 37:23, á útivelli. Ómar Ingi skoraði 11 mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum. Einnig gaf hann tvær stoðsendingar. Selfyssingurinn geigaði aðeins á einu skoti.
Gísli Þorgeir Kristjánsson kom næstur á eftir Ómari Inga með sex mörk.


Við sigurinn færðist SC Magdeburg mjög nærri Füchse Berlin og MT Melsungen sem sitja í tveimur efstu sætum deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir. Magdeburg er aðeins einu stigi á eftir og ljóst að æsilegt kapphlaup er framundan meistaratitilinn.

Magdeburg á eftir leik við HC Erlangen á útivelli, Lemgo á útivelli, Flensburg á heimavelli og Bietigheim á útivelli í síðustu umferðinni sunnudaginn 8. júní, viku fyrir úrslithelgi Meistaradeildar Evrópu.

Efstu liðin mætast á fimmtudaginn

Efstu liðin tvö, Füchse Berlin og MT Melsungen leiða saman hesta sína í Berlín á fimmtudaginn. Úrslit þess leik geta hugsanlega ráðið því hvort liðið verður þýskur meistari í fyrsta skipti.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -