- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ómar Ingi meðal 10 efstu – tveir þjálfarar og eitt lið

Merki Samtaka íþróttafréttamanna.
- Auglýsing -


Einn handknattleiksmaður, Ómar Ingi Magnússon, er á meðal tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2024 sem Samtök íþróttafréttamanna standa fyrir 69. árið í röð. Ómar er landsliðsmaður og leikmaður þýska meistaraliðsins SC Magdeburg. Liðið vann einnig bikarkeppnina í Þýskalandi og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

Tveir þjálfarar og eitt lið

Tveir handknattleiksþjálfarar, Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Evrópubikarmeistara Vals og Þórir Hergeirsson þjálfari Ólympíu- og Evrópumeistara Noregs, eru á meðal þriggja efstu í kjöri á þjálfara ársins. Eitt handknattleikslið er í hópi þeirra þriggja efstu við val á liði ársins 2024, Evrópubikarmeistarar Vals.

Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst í hófi í Silfurbergi í Hörpu, laugardaginn 4. janúar 2025. Um leið verður svipt hulunni af því hver er þjálfari ársins og hvert er lið ársins. 

Tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2024, í stafrófsröð:
Albert Guðmundsson – fótbolti.
Anton Sveinn McKee – sund.
Ásta Kristinsdóttir – fimleikar.
Eygló Fanndal Sturludóttir – ólympískar lyftingar.
Glódís Perla Viggósdóttir – fótbolti.
Orri Steinn Óskarsson – fótbolti.
Ómar Ingi Magnússon – handbolti.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir – sund.
Sóley Margrét Jónsdóttir – kraftlyftingar.
Sveindís Jane Jónsdóttir – fótbolti
.


Gísli Þorgeir Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Magdeburg var kjörinn Íþróttamaður ársins 2023. Hann var ellefti úr hópi handknattleiksfólks til þess að fá nafnbótina. Sigríður Sigurðardóttir var fyrst 1964.

Gísli Þorgeir Kristjánsson íþróttamaður ársins 2023. Mynd/Ívar
Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins 2024 í stafrófsröð:
Arnar Gunnlaugsson.
Óskar Bjarni Óskarsson.
Þórir Hergeirsson.
Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins 2024:
Ísland, fótbolti kvenna.
Ísland, hópfimleikar kvenna.
Valur, handbolti karla.
Evrópubikarmeistarar Vals. Ljósmynd/ EHF / Eurokinissi Sports.

Fyrsta kjörið 1956

Á vefsíðu Samtaka íþróttafréttamanna, SÍ, er m.a. að finna upplýsingar um tíu efstu í kjörinu frá 1956 þegar SÍ stóð fyrst að kjörinu. Þar er einnig félagaskrá SÍ en allir þeirra höfðu rétt til þess að taka þátt í kjörinu að þessu sinni. Þar á meðal er umsjónarmaður handbolti.is sem tekið hefur þátt í kjörinu frá 1996.

Félagsmenn SÍ hafa kjörið lið ársins og þjálfara ársins frá 2012.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -