- Auglýsing -

Önnur fer frá Fjölni til Víkings

- Auglýsing -


Kvennalið Víkings hefur krækt í þriðja leikmanninn á nokkrum dögum en tilkynnt var í dag að Eyrún Ósk Hjartardóttir hafi gengið til liðs við félagið frá Fjölni. Eyrún Ósk er um leið annar fyrrverandi leikmaður Grafarvogsliðsins sem vill verða Víkingur en Þyri Erla Sigurðardóttir markvörður samdi við Víking á dögunum.


„Eyrún Ósk er öflugur vinstri hornamaður sem styrkir hópinn verulega með miklum hraða, áræðni og óbilandi baráttuvilja. Eyrún hefur verið áberandi í liði Fjölnis síðustu ár og sýnt að hún er leikmaður sem leggur allt í verkefnið – bæði sóknarlega og varnarlega. Með komu hennar eykst breidd og gæði liðsins fyrir komandi átök í Grill 66 deildinni og bikarkeppninni,“ segir í tilkynningu frá Víkingi.

„Það er frábært að ganga til liðs við Víking. Mér líst mjög vel á umhverfið og þann metnað sem ríkir innan félagsins. Ég hlakka mikið til að taka næstu skref í minni þróun sem leikmaður og vonast til að geta lagt mikið af mörkum í verkefnunum fram undan,“ er haft eftir Eyrúnu í áðurnefndri tilkynningu.

Konur – helstu félagaskipti 2025

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -