- Auglýsing -

Opnuðu hátíðina með sjö marka sigri á heimaliðinu

- Auglýsing -



Stúlkurnar í 17 ára landsliðinu fóru af stað af miklum krafti á Ólympíudögum Evrópuæskunnar í Skopje í dag. Þær mættu landsliði Norður Makedóníu og unnu afar öruggan sigur, 29:22, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 16:9.


Segja má að íslensku stúlkurnar hafi gefið tóninn strax á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Þær skoruðu 10 af fyrstu 13 mörkum leiksins. Varnarleikur og markvarsla var frábær sem skilaði sér í mörgum hraðaupphlaupsmörkum.

Forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, fagnaði með stúlkunum eftir sigurinn. Ljósmynd/HSÍ


Næsti leikur íslenska liðsins verður gegn Noregi á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 16.15. Sviss vann stórsigur á Noregi í dag, 33:22.


Mörk Íslands: Eva Lind Tyrfingsdóttir 8, Ebba Guðríður Ægisdóttir 4, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 4, Vigdís Arna Hjartardóttir 4, Agnes Lilja Styrmisdóttir 3, Eva Steinsen Jónsdóttir 3, Laufey Helga Óskarsdóttir 2, Roksana Jaros 1.

Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 12, Erla Rut Viktorsdóttir 1.

Endurgjaldslausar útsendingar frá hátíðinni eru á https://eoctv.org/.

Úrslit dagsins:
A-riðill:
Ungverjaland – Holland 23:24.
Þýskaland – Frakkland 26:26.

B-riðill:
Sviss – Noregur 33:22.
Norður Makedónía – Ísland 22:29.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -