- Auglýsing -
- Auglýsing -

Orri Freyr og félagar áfram ósigraðir – Anton og Jónas lyftu bláa spjaldinu

Mitja Janc leikmaður Wisla Plock að komast á auðan sjó í leiknum við Pelister í kvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Orri Freyr Þorkelsson lék afar vel með Sporting í kvöld og skoraði átta mörk í níu skotum þegar liðið vann Füchse Berlin, 35:33, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Sporting er þar með áfram efst í riðlinum með níu stig að loknum fimm leikjum. Þykir Sporting hafa komið á óvart í keppninni til þessa.
Orri Freyr var markahæstur Sporting-manna ásamt Martim Costa.

Danski handknattleiksmaðurinn frábæri, Mathias Gidsel ferðaðist ekki með Füchse-liðinu til Lissabon. Hann varð eftir heima veikur. Sömu sögu er að segja af aðalmarkverði Berlinarliðsins, Serbanum Dejan Milosavljev. Hann varð einnig veikur eftir heima.

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdur leikinn. Þeir veifuðu rauðu og bláu korti framan í Mijajlo Marsenic, leikmann Füchse Berlin, fyrir að slá Francisco Costa í andlitið eftir um stundarfjórðungsleik.

Haukur Þrastarson var markahæstur hjá Dinamo Búkarest ásamt Mohamed Ali Ismail Zeinelabedin Ali með fimm mörk þegar liðið tapaði með þriggja marka mun, 35:32, fyrir PSG í París.

Elohim Prandi var markahæstur hjá PSG með níu mörk. Kamil Syprzak skoraði átta mörk.

Dinamo hefur tapaði tveimur leikjum í röð en PSG hefur á hinn bóginn unnið tvær síðustu viðureignir sínar í keppninni.

Loksins sigur

Viktor Gísli Hallgrímsson og samherjar í pólska meistaraliðinu Wisla Plock unnu sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á leiktíðinni í kvöld. Þeir lögðu Norður Makedóníumeistara Eurofarm Pelister, 26:18, í Plock. Viktor Gísli sat á varamannabekknum allan leikinn. Gamla brýnið Mirko Alilovic varði vel og því kom ekkert til kasta Viktors Gísla.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -