- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur sigur Gróttu í lokaleik UMSK-mótsins

Leikmenn Gróttu fagna sigri eftir kappleik. Mynd úr safni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta lagði HK, 27:18, í síðasta leik UMSK-móts kvenna í handknattleik sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í kvöld. Með sigrinum hafnaði Grótta í þriðja sæti mótsins en HK í fjórða. Afturelding stóð uppi sem sigurvegari fyrir nokkrum dögum. Stjarnan hreppti annað sætið.


Grótta var með yfirhöndina í leiknum í kvöld frá upphafi til enda. M.a. var sjö marka munur að loknum fyrri hálfleik, 15:8. Anna Karólína Ingadóttir markvörður Gróttu reyndist ungu liði HK erfið. Anna, sem gekk til liðs við Gróttu í sumar frá Val, varði allt hvað af tók, alls 18 skot, 50% markvarsla.

HK og Grótta leika í Grill 66-deildinni á komandi leiktíð. Í árlegri spá forráðamanna liðanna í deildinni, sem birt var á kynningarfundi í dag, er Gróttu spáð öðru sæti, HK fjórða sæti.

HK féll úr Olísdeildinni í vor og varð í kjölfarið fyrir mikill blóðtöku. Margir leikmenn kusu að róa á önnur mið. Einnig tók nýr þjálfari við.

Grótta hefur hægt og bítandi verið að byggja upp lið sitt á síðustu árum og styrktist nokkuð í sumar.

Mörk HK: Inga Fanney Hauksdóttir 5, Amelía Laufey M. Gunnarsdóttir 4, Aníta Björk Bárðardóttir 2, Auður Katrín Jónasdóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 2, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Leandra Náttsól Salvamoser 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1.
Varin skot: Tanja Glóey Þrastardóttir 10, Þórfríður Ina Arinbjarnardóttir 6.

Mörk Gróttu: Karlotta Kjerúlf Óskarsdóttir 7, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 4, Ída Margrét Stefánsdóttir 4, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Lilja Hrund Stefánsdóttir 3, Arndís Áslaug Grímsdóttir 2, Katrín Anna Ásmundsdóttir 2, Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir 1, Rut Bernódusdóttir 1.
Varin skot: Anna Karólína Ingadóttir 18.

Lokastaðan á UMSK-mótinu ásamt úrslitum leikja.

Tölfræði er fengin frá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -