Óskar Ólafsson átti stórleik með Drammen í kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Nærbø á heimavelli, 30:30, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Spútniklið Nærbø var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:13.
Óskar, sem fyrr í mánuðinum var valinn í íslenska A-landsliðshópinn í fyrsta sinn, skoraði 10 mörk í 11 tilraunum. Einnig átti hann þrjár stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli. Óskar hefur lengst af verið þekktur fyrir að vera afburða varnarmaður.
Hinn hálf íslenski Viktor Petersen Norberg lék einnig afar vel í liði Drammen. Hann skoraði fimm mörk í sex skotum átti fimm stoðsendingar.
Staðan í norsku úrvalsdeildinni:
Arendal 20(12), Elverum 18(10), Bækkelaget 17(12), Drammen 16(13), Nærbø 16(14), Kolstad 15(13), Haslum 14(13), Runar 12(12), FyllingenBergen 12(13), Fjellhammer 8(13), Halden 6(12), Viking 5(12), Sanderfjord 3(13).
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is