Yfirlýsing frá Vængjum Júpíters vegna leiks Vængja – Harðar.
„Stjórn Vængja Júpíters (VJ) vill koma eftirfarandi athugasemd á framfæri eftir leik liðsins gegn Herði í Grill66 deild karla, laugardaginn 20. febrúar.
Leikmaður Harðar sem ekki var skráður á leikskýrslu við upphafs flaut tók þátt í leiknum. Slíkt er ólöglegt samkvæmt 32. grein reglugerðar um handknattleiksmót. Eftirlitsmaður leiksins tjáði okkur að skýrsla frá dómurum/eftirlitsmanni fylgdi alltaf slíku broti og við þyrftum að senda inn formlegt erindi til mótanefndar.
Formlegt erindi var sent á HSÍ á laugardagskvöldin þar sem farið var fram á 10 – 0 sigur eins og reglugerðin segir til um.
Fylgi mótanefnd fyrri úrskurðum þá er ljóst að Vængjum verði dæmdur 10 – 0 sigur.
Með handbolta kveðju,
Stjórn Vængja Júpíters.“