Bennet Wiegert þjálfari þýska meistaraliðsins SC Magdeburg segir að óvissa ríki um það hvort Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon geti leikið með liðinu gegn Füchse Berlin í toppslag þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á föstudaginn. Leikurinn fer fram í Magdeburg.
Gísli Þorgeir hefur verið frá keppni í um mánuð vegna iljarfellsbólgu. Ómar Ingi Magnússon meiddist á ökkla í lok nóvember. Hann tók þátt í viðureign Magdeburg við Potsdam 2. mars en því miður kom afturkippur í meiðslin sem varð til þess að Ómar Ingi dró sig út úr landsliðinu sem mætti Grikkjum í síðustu viku.

Auk Ómars Inga og Gísla Þorgeirs er víst að Norðmaðurinn Christian O’Sullivan hefur ekki jafnað sig af meiðslum. Meiðslalisti Magdeburg hefur verið langur í vetur. Einnig er Oscar Bergendahl á listanum.
Jákvæðu fréttirnar eru hinsvegar þær að Philipp Weber hefur jafnað sig og verður tilbúinn í grannaslaginn á föstudaginn.
Staðan í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla: