Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka tilkynnti í dag að hann gefi ekki oftar kost á sér í landsliðið. Palicka er 39 ára gamall og hefur leikið 185 landsleiki fyrir Svíþjóð, tekið þátt í 14 stórmótum og unnið fjórum sinnum til verðlauna á stórmótum.
Tilkynning Palicka birtist meðan viðureign Portúgal og Svíþjóðar um 5. sætið á EM stóð yfir svo ljóst er að hún hefur ekki verið tekin í hasti.
Palicka hefur verið einn fremsti markvörður heims um árabil. Í vetur hefur hann varið mark Kolstad í Noregi. Staða félagsins er á hverfandi hveli og orðrómur er uppi um að Palicka gangi til liðs við Füchse Berlin í sumar. Hverju sem því líður leikur Palicka ekki fleiri landsleiki fyrir Svíþjóð.
Svíar töpuðu fyrir Portúgölum með einu marki, 36:35, í hnifjöfnum leik um 5. sæti í Jyske Bank Boxen í Herning í dag.


