- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Pastor lenti í ógöngum

- Auglýsing -

Spánverjinn Juan Carlos Pastor, nýr þjálfari karlaliðs TSV Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni, lenti í töluverðum ógöngum þegar hann hugðist ferðast til Hannover í því skyni að stýra sinni fyrstu æfingu. Pastor lenti til að mynda í snjóstormi.

Bild greinir frá því að Pastor, sem er 57 ára gamall og tók við sem þjálfari TSV Hannover-Burgdorf í upphafi árs, hugðist ferðast frá Madríd til Hannover með millilendingu í Amsterdam.

Snjóstormur olli vandræðum

Ekki gat hann flogið frá Amsterdam vegna snjóstorms og þurfti því að koma sér frá Amsterdam til Parísar, þar sem för Pastor hélt áfram degi síðar.

Áfram var hann í vandræðum þar sem farangur Pastors glataðist á leið hans frá Madríd til Amsterdam.

Enginn farangur og heimsókn í herrafataverslun

Pastor var því ekki með nein aukaföt með sér. Sven-Sören Christophersen, íþróttastjóri TSV Hannover-Burgdorf, sagði við Bild að því hefði snarlega verið kippt í liðinn.

Það fyrsta sem Pastor gerði í Hannover var nefnilega að fara í herrafataverslun.

Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Pastors og þjálfari táninga hjá TSV Hannover-Burgdorf.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -