Pólverjar sitja eftir með sárt ennið að lokinni síðustu leikjum í riðlakeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik. Pólska landsliðið tapaði fyrir Svartfellingum, 26:23, og það sem enn verra var fyrir Pólverja var að Spánverjar lögðu Þjóðverja með tveggja marka mun, 23:21. Pólska liðið hefði verið áfram ef Spánn hefði unnið, 23:20.
Spánverjar virtust á leiðinni heim með skottið á milli lappanna eftir tvo tapleiki fyrir viðureignina í dag. Gæfan snerist á sveif með þeim og byrjar spænska liðið keppni í milliriðli á föstudaginn með tvö stig.
Xenia Smits skoraði markið mikilvæga fyrir þýska landsliðið þegar 24 sekúndur voru til leiksloka. Leikmenn Spánar voru með bakið upp við vegginn kalda fyrir leikinn. Þeir urðu að vinna til þess að spænska landsliðið yrði ekki af sæti í milliriðlum í fyrsta sinn í 20 ár.
Svartfellingar fara þar með áfram með fjögur stig, Spánn tvö en Þýskaland er án stiga.
Þýskaland – Spánn 21:23 (10:11).
Mörk Þýskalands: Alina Grijseels 6, Lisa Antl 3, Xenia Smits 3, Jenny Behrend 2, Johanna Stockschlader 2, Meike Schmelzer 2, Luisa Schulze 1, Silje Petersen 1, Emily Bölk 1, Julia Maidhof 1.
Varin skot: Katharina Filter 3, 19% – Isabell Roch 1, 9%.
Mörk Spánar: Carmen Campos 6, Alexandrina Cabral 4, Jennifer Gutierrez 3, Paula Valdivia 2, Paula Arcos 2, Maitane Echeverria 2, Kaba Gassama 2, Alicia Fernandez 1, Almudena Rodriguez 1.
Varin skot: Maddi Aalla Rotaetxe 5, 24% – Nicole Sancho 2, 29%.
Pólland – Svartfjallaland 23:26 (12:12).
Mörk Póllands: Monika Kobylinska 6, Kinga Achruk 4, Mariola Wiertelak 3, Karolina Kochaniak 3, Aleksandra Olek 2, Aneta Labuda 2, Aleksandra Rosiak 2, Natalia Nosek 1.
Varin skot: Adriana Placzek 12, 36% – Barbara Zima 1, 50%, Monika Maliczkiewicz 0.
Mörk Svartfjallalands: Jovanka Radicevic 12, Djurdjina Malovic 4, Ivona Pavicevic 4, Djurdjina Jaukovic 3, Tatjana Brnovic 2, Milena Raicevic 1.
Varin skot: Marina Rajcic 4, 25% – Marta Batinovic 1, 8%.
Heimaliðið hefur lokið keppni
Frakkar unnu Hollendinga í hörkuleik í C-riðli, 26:24, og byrjað þar með milliriðlakeppnina með fjögur stig, Holland tvö en Rúmenía er stigalaus. Rúmenar unnu öruggan sigur á Norður Makedóníu í Skopje í kvöld, 31:23. Heimaliðið hefur þar með lokið keppni.
Cléopatre Darleux markvörður Frakka reið baggamuninn í leiknum við Hollendinga í Skopje í kvöld. Hún var með 50% markvörslu eftir fyrri hálfleik en kom ekki aftur við sögu fyrr en á endaspretti leiksins og sá til þess að hollenska liðinu tókst ekki að komast yfir.
Norður Makedónía – Rúmenía 23:31 (12:13).
Mörk Norður Makedóníu: Sanja Dabevska 7, Simona Madjovska 6, Jovana Sazdovska 3, Sara Ristovska 3, Leonida Gichevska 2, Emilijana Rizoska 1, Monika Janeska 1.
Varin skot: Jovana Micevska 5, 22% – Marija Jovanovska 4, 24%.
Mörk Rúmeníu: Cristina Neagu 10, Sonia Seraficeanu 5, Ana Maria Tarasie 3, Crina Pintea 3, Sorina Grozav 3, Eliza Buceschi 3, Bianca Bazaliu 2, Lorena Ostase 2.
Varin skot: Daciana Hosu 10, 43% – Julia Dumanska 5, 38%, Diana Ciuca 0.
Frakkland – Holland 26:24 (14:12).
Mörk Frakklands: Pauletta Foppa 4, Estelle Nze Minko 4, Alicia Toublanc 3, Grace Zaadi 3, Oceane Sercien 3, Laura Flippes 3, Orlane Kanor 3, Coralie Lassource 2, Tamara Horacek 1.
Varin skot: Cléppatre Darleux 14, 45% – Floriane Ande 2, 25%.
Mörk Hollands: Antje Malestein 9, Laura Van Der Heijden 5, Estavana Polman 3, Kelly Dulfer 2, Dione Housheer 2, Merel Freriks 1, Inger Smits 1, Zoe Sprengers 1.
Varin skot: Yara ten Holte 8, 28% – Rinka Duijndam 0.
Lokastaðan í C- og D-riðlum:
Frakkland | 3 | 3 | 0 | 0 | 85 – 59 | 6 |
Holland | 3 | 2 | 0 | 1 | 83 – 69 | 4 |
Rúmenía | 3 | 1 | 0 | 2 | 80 – 87 | 2 |
N-Makedónía | 3 | 0 | 0 | 3 | 52 – 85 | 0 |
Svartfjallaland | 3 | 3 | 0 | 0 | 85 – 71 | 6 |
Spánn | 3 | 1 | 0 | 2 | 67 – 73 | 2 |
Þýskaland | 3 | 1 | 0 | 2 | 71 – 75 | 2 |
Pólland | 3 | 0 | 0 | 3 | 68 – 27 | 0 |
Staðan í milliriðli 2:
Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 61 – 45 | 4 |
Svartfjallaland | 2 | 2 | 0 | 0 | 59 – 48 | 4 |
Holland | 2 | 1 | 0 | 1 | 53 – 54 | 2 |
Spánn | 2 | 1 | 0 | 1 | 46 – 51 | 2 |
Þýskaland | 2 | 0 | 0 | 2 | 46 – 52 | 0 |
Rúmenía | 2 | 0 | 0 | 2 | 49 – 63 | 0 |
Leikir í milliriðli 2:
11. nóvember: Rúmenía - Spánn. Holland - Þýskaland. 13. nóvember: Frakkland - Svartfjallaland. Holland - Spánn. 15. nóvember: Rúmenía - Svartfjallaland. Frakkland - Þýskaland. 16. nóvember: Frakkland - Spánn. Holland - Svartfjallaland. Rúmenía - Þýskaland.