- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Porto sýndi styrk sinn í síðari hálfleik

Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Valsmenn þurftu að sætta sig við átta marka tap, 37-29, gegn Porto á útivelli í Portúgal í kvöld eftir að hafa verið einu marki yfir, 17-18, eftir fyrri hálfleik. Stórskyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Porto. Valur lýkur því leik í Evrópudeild karla í neðsta sæti G-riðils með 2 stig eftir sex leiki. MT Melsungen og Porto fara áfram upp úr riðlinum.


Valur byrjaði leikinn betur, komust í 3-1 og 4-2 áður en Porto komst fyrst yfir eftir um tíu mínútna leik, 7-6. Gestirnir frá Hlíðarenda létu það ekki á sig fá og komust yfir á ný og leiddu nokkrum sinnum með tveimur mörkum, m.a. 15-13 eftir 25 mínútna leik og 18-16 en Porto skoraði úr síðustu sókn fyrri hálfleiks.

Taflið snerist við í síðari hálfleik

Valsmenn voru vel á tánum í upphafi síðari hálfleiks og héldu eins til tveggja marka forystu en eftir að Porto jafnaði í 20-20 eftir 37 mínutna leik tók heimaliðið yfirhöndina. Valur hélt þó í og var aðeins einu marki undir, 24-23, þegar 18 mínútur voru til leiksloka. Þá komu hins vegar sex mörk í röð hjá Porto á sex mínútum og staðan 30-23. Valur náði að minnka muninn í fimm mörk, 32-27, þegar sjö mínútur voru eftir og 34-29 þegar fimm mínútur voru eftir en komst ekki nær. Úrslitin 37-29 fyrir Porto.

Markahæstur hjá Val var Úlfar Páll Monsi Þórðarson með sex mörk. Jens Sigurðarson varði fjögur skot í marki Vals og Arnar Þór Fylkisson þrjú skot. Hjá Porto voru þrír leikmenn markahæstir með fimm mörk hver, þeir Miguel Oliveira, Viana Salvador og Ricardo Brandao.

Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 6, Agnar Jónsson 4, Allan Norðberg 4, Bjarni í Selvindi 3, Andri Finnsson 3, Magnús Óli Magnússon 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Viktor Sigurðsson 1, Daníel Örn Guðmundsson 1, Gunnar Róbertsson 1, Miodrag Corsovic 1, Róbert Aron Hostert 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 4, 11,76%. Arnar Þór Fylkisson 3, 30%.

Mörk Porto: Miguel Oliveira 5, Viana Salvador 5, Ricardo Brandao 5, Pedro Veitia Valdes 4, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Diogo Oliveira 3, Leonel Fernandes 3, Daymaro Salina 2, Mamadou Soumaré 2, Fábio Magalhaes 2, Victor Iturriza Alvarez 1, Jakob Mikkelsen 1, Joao Rodrigues Magalhaes 1.
Varin skot: Sebastian Abrahamsson 9, 42,11%. Diogo Rema Marques 6, 25%.

Evrópudeild karla “24 – riðlakeppni 32-liða – 6. umferð, úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -