- Auglýsing -
- Auglýsing -

Réðu ekkert við Gidsel og Lindberg í Berlín

Ýmir Örn Gíslason. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hvorki Arnór Snær Óskarsson né Ýmir Örn Gíslason skoruðu mark fyrir Rhein-Nekar Löwen í kvöld þegar Löwen tapaði í kvöld á útivelli fyrir, Füchse Berlin, efsta liði þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, 38:32. Berlínarliðið var þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik í Max Schmeling Halle, 17:13.


Þetta var annar tapleikur Löwen sem er í fimmta sæti deildarinnar með níu stig eftir átta leiki, er níu stigum á eftir Füchse Berlin sem hefur fullt hús stiga.

Daninn Mathias Gidsel var stórkostlegur í leiknum. Hann skoraði 11 mörk í 12 skotum, átti sjö stoðsendingar og stal boltanum tvisvar. Ekkert marka sinna skoraði Gidsel frá vítastrikinu. Landi Gidsel, Hans Lindberg, skoraði 10 mörk, þar af sex þeirra úr vítaköstum. Með Gidsel og Lindberg í ham er liði Füchse lítt árennilegt.

Juri Knorr skoraði átta mörk fyrir RN-Löwen og gaf fjórar stoðsendingar. Patrick Groetzki var næstur með sex mörk.

Stuttgart vann annan leik sinn í röð í kvöld þegar liðið sótti HSV Hamburg heim, lokatölur 36:31.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og fleiri deildum Evrópu er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -