Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari reiknar með að velja einn til tvo leikmenn til viðbótar í landsliðshópinn áður en landsliðið kemur saman í Grikklandi eftir viku. Hann valdi 16 leikmenn í dag.
„Það þarf ekki að koma á óvart þótt ég bæti í hópinn fyrir ferðina, óháð því hvort menn komast heilir í gegnum vikuna sem framundan er eða ekki,“ sagði Snorri Steinn í samtali við handbolta.is í dag.
„Mér finnst bara of lítið að fara með 16 leikmenn í þetta verkefni. Við munum æfa tvisvar til þrisvar í Grikklandi fyrir leikinn og það getur allt gerst. Við þurfum að minnsta kosti að fylla skýrsluna þegar á hólminn verður komið. Ég ætla að sjá hvernig næstu leikir þeirra þróast. Ekki er útilokað að Gísli Þorgeir [Kristjánsson] verði kallaður inn. Ég er í góðu sambandi við alla strákana og fylgist vel með þeim,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í samtali við handbolta.is.