- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Reistad skaut Noregi í úrslit HM í háspennuleik

Leikemnn Noregs og Danmerkur féllust í faðma eftir stórkostlegan undanúrslitaleik í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Henny Reistad skaut norska landsliðinu í úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik í kvöld. Hún skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndu framlengingarinnar, 29:28, í frábærum undanúrslitaleik í Jyske Bank Boxen í Herning í kvöld.

Noregur leikur þar með í níunda sinn til úrslita um heimsmeistaratitilinn. Klukkan 20 hefst síðari undanúrslitaleikurinn hvar mætast Frakkar og Svíar. Leikurinn verður sendur út á RÚV2.


Með sigurmarkinu kórónaði Reistad stórleik sinn. Hún skoraði 15 mörk í öllum regnboganslitum, ef svo má segja, og notaði til þess 17 skot. Einnig lék Reistad afar vel í vörninni og undirstrikaður þá staðreynd sem haldið hefur verið fram að hún sé besta handknattleikskona heims um þessar mundir.



Tapið var sárgrætilegt fyrir Dani því þeir voru frábærir í fyrri hálfleik þegar þeir léku norska liðið sundur og saman. Staðan í hálfleik var 14:9 danska liðinu í dag.

Kathrine Heindahl leikmaður danska landsliðsins borin af leikvelli. Mynd/EPA

Danir urðu fyrir miklu áfalli snemma í síðari hálfleik þegar Kathrine Heindahl meiddist á ökkla og kom ekkert meira við sögu. Hún hafði verið besti leikmaður liðsins ásamt Althea Reinhardt markverði.

Fljótlega í síðari hálfleik náði norska liðið betri stjórn á leik sínum. Það var hinsvegar lengi vel einu og tveimur mörkum undir. Þórir Hergeirsson þjálfari lék leikreyndustu leikmenn sína nær allan síðari hálfleik og skipti óvenjulítið.

Þórir Hergeirsson gefur skipanir inn á leikvöllinn í undanúrslitaleiknum. Mynd/EPA

Reistad jafnaði meti, 22:22, þegar tvær og hálf mínúta var eftir. Var það í fyrsta sinn síðan í stöðunni 0:0 sem jafnt var. Sanna Charlotte Solberg-Isaksen kom Noregi yfir í fyrsta sinn yfir, 23:22, þegar 90 sekúndur voru eftir af leiktímanum.

Framlengingin var síðan æsilega spennandi þar sem sannarlega gat brugðið til beggja vonar. Stríðsgæfan var með Þórir og leikmönnum hans.

Mörk Danmerkur: Kristina Jørgensen 7/4, Anne Mette Hansen 5, Louise Burgaard 4, Kathrine Heindahl 4, Emma Friis 3/1, Mie Højlund 3, Rikke Iversen 1, Line Haugsted 1.
Varin skot: Althea Reinhardt 13, 38% – Sandra Toft 1, 13%.
Mörk Noregs: Henny Ella Reistad 15/4, Stine Bredal Oftedal 5, Nora Mørk 3/3, Camilla Herrem 2, Thale Rushfeldt Deila 1, Stine Ruscetta Skogrand 1, Sanna Charlotte Solberg-Isaksen 1, Maren Nyland Aardahl 1.
Varin skot: Silje Solberg 10, 38% – Katrine Lunde 1, 8%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -