- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Reistad sú besta annað HM í röð – einnig markahæst

- Auglýsing -

Norska handknattleikskonan Henny Reistad var valin mikilvægasti leikamaður heimsmeistaramótsins 2025 sem lauk í Rotterdam í kvöld með sigri norska landsliðsins. Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð sem Reistad er valin mikilvægasti leikmaðurinn. Einnig var hún í úrvalsliði HM 2021 og þá sem besta vinstri skyttan.

Reistad varð einnig markadrottning mótsins með 55 mörk í níu leikjum auk 28 stoðsendinga.


Úrvalslið HM kvenna 2025:
Markvörður: Katrine Lunde (Noregur).
Hægra horn: Emilie Hovden (Noregur).
Hægri skytta: Dione Housheer (Holland).
Miðjumaður: Bruna de Paula Almeida (Brasilía).
Vinstri skytta: Emily Vogel (Þýskaland).
Vinstra horn: Antje Döll (Þýskaland).
Lína: Sarah Bouktit (Frakkland).

Mikilvægust: Henny Reistad (Noregur).

Besti ungi leikmaður mótsins: Viola Leuchter (Þýskaland).*

Markahæst: Henny Reistad, 55 mörk.

*Elín Klara Þorkelsdóttir var ein 12 leikmanna HM sem tilefnd var í valinu á besta unga leikmanni mótsins, þ.e. leikmenn fæddar 2004 og síðar.

Verður Elín Klara valin sú efnilegasta á HM?

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -