- Auglýsing -
Vuko Borozan, hægri skytta frá Svartfjallalandi, hefur komist að samkomulagi við norðumakedónska félagið RK Vardar 1961 að rifta samningi hans tafarlaust.
Borozan verður í eldlínunni með Svartfjallalandi á Evrópumótinu í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem hefst á morgun. Svartfjallaland er í D-riðli með Slóveníu, Færeyjum og Sviss, sem er leikinn í Bærum í Noregi.
Athygli vekur að Borozan gerði það nákvæmlega sama nokkrum dögum fyrir EM 2024 fyrir tveimur árum.
Hann fékk þá samningi sínum við RK Lovcen í heimalandinu rift og líður greinilega best að vera laus allra mála þegar Evrópumót ber að garði.
- Auglýsing -




