- Auglýsing -
Fyrsta úrslitaviðureign Vals og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla handknattleik fer fram á fimmtudaginn í næstu viku á heimavelli Vals, Origohöllinni. Eftir það verður leikið jafnt og þétt þangað til annað liðið hefur unnið í þrjú skipti. Komi til fimm leikja verða Íslandsmeistarar krýndir mánudaginn 30. maí.
Valur hefur leikið fimm leiki í úrslitakeppnina og unnið þá alla.
ÍBV á sex leiki að baki í úrslitakeppninni, fimm þeirra hafa unnið, einn tapast.
Valur er ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistarar í handknattleik karla.
ÍBV var í sömu sporum eftir að liðið varð Íslandsmeistari 2018, en þá um vorið lék ÍBV síðast til úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn.
Leikjadagskrá úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í Olísdeild karla:
Fimmtudagur 19. maí: Valur – ÍBV kl. 19.30.
Sunnudagur 22. maí: ÍBV – Valur, kl. 16.
Miðvikudagur 25. maí: Valur – ÍBV, kl. 19.30.
Laugardagur 28. maí: ÍBV – Valur, kl. 16.
Mánudagur 30. maí: Valur – ÍBV, kl. 19.30.
- Auglýsing -