- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sá ellefti úr handboltanum

Gísli Þorgeir Kristjánsson íþróttamaður ársins 2023. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Gísli Þorgeir Kristjánsson er ellefti handknattleiksmaðurinn sem kjörinn er íþróttamaður ársins frá því að kjörið fór fyrst fram vegna ársins 1956. Um leið er hann fjórði FH-ingurinn sem hreppir hnossið. Hinir eru Aron Pálmarsson, Geir Hallsteinsson og Hjalti Einarsson. Hvorki og Aron né Gísli Þorgeir voru eða eru liðsmenn FH þegar þeir voru valdir.

Tilkynnt var um valið á íþróttamanni ársins 68. árið í röð í gærkvöld.


Fyrsta og eina handknattleikskonan sem kjörin hefur verið íþróttamaður ársins er Sigríður Sigurðardóttir, Val, árið 1964, í framhaldið af því að kvennalandsliðið varð Norðurlandameistari. Sigríður var fyrirliði landsliðsins.

Ólafur oftast valinn

Ólafur Stefánsson er sá handknattleiksmaður sem oftast hefur hreppt hnossið, fjórum sinnum. Ómar Ingi hefur tvisvar verið kjörinn íþróttamaður árins. Aðrir handknattleiksmenn hafa hlotið nafnbótina einu sinni.

Kristján tíu sinnum meðal tíu efstu

Faðir Gísla Þorgeirs, Kristján Arason, var 10 sinnum á 11 árum, frá 1982 til og með 1992 í einu af tíu efstu sætunum í kjöri íþróttamanns ársins. Næst nafnbótinni komst Kristján 1989 og 1992 þegar hann hafnaði í öðru sæti. Eins varð hann í 2. til 10. sæti 1987 eftir því fram kemur á vef Samtaka íþróttafréttamanna.

Gísli Þorgeir varð í þriðja sæti í kjörinu fyrir árið 2022.

Íþróttamenn ársins úr röðum handknattleiksfólks:
1964 – Sigríður Sigurðardóttir, Val.
1968 – Geir Hallsteinsson, FH.
1971 – Hjalti Einarsson, FH.
1989 – Alfreð Gíslason, Bidasoa.
1997 – Geir Sveinsson, Montpellier.
2002 – Ólafur Stefánsson, Magdeburg.
2003 – Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2006 – Guðjón Valur Sigurðsson, Gummersbach.
2008 – Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2009 – Ólafur Stefánsson, Ciudad Real.
2010 – Alexander Petersson, Füchse Berlin.
2012 – Aron Pálmarsson, THW Kiel.
2021 – Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
2022 – Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg.
2023 – Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -