- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sætaskipti eftir sigur í Sethöllinni

Handknattleikslið Selfoss sem vann Ragnarsmótið 2024. Ljósmynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -


Selfoss vann sinn fyrsta leik í Olísdeild kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðið lagði ÍR, 25:22, í Sethöllinni á Selfossi í fjórðu umferð. Með sigrinum höfðu liðin sætaskipti. ÍR féll niður í neðsta sæti með eitt stig en Selfoss mjakaðist upp með sín tvö stig eins og Grótta og Stjarnan. Síðastnefnda liðið fær ÍBV í heimsókn í lokaleik fjórðu umferðar á morgun.

Selfossliðið var sterkara í fyrri hálfleik, ekki síst framan af. Selfoss náði mest fimm marka forskoti, 8:3. Þegar leiktími fyrri hálfleiks var úti var forskotið fjögur mörk.
Um miðjan síðari hálfleik var forysta heimaliðsins ennþá fimm mörk, 19:14. ÍR-ingar bitu loks frá sér þegar nær dró lokum.

Þeim tókst að minnka forskot Selfoss í tvö mörk, 23:21. Katla María Magnúsdóttir skoraði 24. mark Selfoss 20 sekúndum fyrir leikslok og segja má að það mark hafi tryggt sigurinn þótt liðin hafi bætt sitt hvoru markinu við áður en leiktíminn rann út.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 6/2, Katla María Magnúsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 3, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Linnea Hermansson 14/1, 38,9%.

Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 5/2, Katrín Tinna Jensdóttir 4, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Hanna Karen Ólafsdóttir 3, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 2, Vaka Líf Kristinsdóttir 1, Hildur María Leifsdóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Ísabella Schöbel Björnsdóttir 9, 45% – Hildur Öder Einarsdóttir 2, 15,4% – Ingunn María Brynjarsdóttir 0.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -