- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sagosen kom sér í hóp mætra manna

- Auglýsing -

Sander Sagosen varð aðeins fimmti leikmaðurinn í sögunni sem skorar 200 mörk á Evrópumótum þegar hann skoraði þriðja og síðasta mark sitt í 39:22 sigri Noregs á Úkraínu í fyrstu umferð C-riðils í Unity Arena í Bærum í Noregi á fimmtudagskvöld.

Sagosen hefur skorað mörkin 200 í 41 landsleik og verður aftur í eldlínunni í kvöld þegar Noregur mætir Tékklandi í annarri umferð C-riðils.

Einu fjórir leikmennirnir sem höfðu skorað 200 mörk eða fleiri á Evrópumótum eru þeir Mikkel Hansen fyrir Danmörku, Nikola Karabatic fyrir Frakkland, Guðjón Valur Sigurðsson fyrir Ísland og Stefan Lövgren fyrir Svíþjóð.

Leikmennirnir fimm sem hafa skorað 200 mörk eða fleiri á EM:

1. Mikkel Hansen, Danmörku – 296 mörk í 56 leikjum,
2. Nikola Karabatic, Frakklandi – 295 mörk í 79 leikjum,
3. Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi – 288 mörk í 61 leik,
4. Stefan Lövgren, Svíþjóð – 203 mörk í 39 leikjum,
5. Sander Sagosen, Noregi, 200 mörk í 41 leik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -