- Auglýsing -
- Auglýsing -

Samstarfinu var ekki viðbjargandi

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óánægja með árangur landsliðsins og samskipti bæði inn­an leik­manna­hóps ís­lenska liðsins og hjá Hand­knatt­leiks­sam­bandi Íslands er sögð vera ástæða þess að Guðmundur Þórður Guðmundsson hætti störfum landsliðsþjálfara í handknattelik karla í vikunni eftir fimm ára starf. Þetta hefur Morgunblaðið og mbl.is samkvæmt heimildum og segir frá í dag. Þar kemur ennfremur fram að Guðmundi Þórði hafi verið gert að hætta störfum.

Guðmundur Þórður er hættur þjálfun landsliðsins


„Heim­ild­ir mbl.is herma að bæði meðlim­ir í landsliðsnefnd HSÍ og leik­menn liðsins hafi viljað ljúka sam­starf­inu árið 2021, eft­ir að heims­meist­ara­mót­inu í Egyptalandi lauk. Þess í stað var ákveðið að fram­lengja samn­ing þjálf­ar­ans í tvígang.


And­rúms­loftið í her­búðum ís­lenska liðsins hef­ur ekki verið gott á síðustu stór­mót­um og var sam­band hans við leik­menn og aðra inn­an HSÍ komið í þann far­veg að því var ekki viðbjarg­andi,“ segir ennfremur í frétt Morgunblaðsins og mbl.is.


Guðmundur Þórður tók við þjálfun landsliðsins í þriðja sinn á ferlinum árið 2018. Hann hafði áður sinnt starfinu frá 2001 til 2004 og aftur frá 2008 til 2012. Samanlagt hafði Guðmundur Þórður þjálfað íslenska landsliðið í 12 ár.

Leitin er að hefjast

Eftir því sem næst verður komist hyggjast forráðamenn HSÍ hefja alvarlega vinnu við leit að eftirmanni Guðmundar Þórðar í næstu viku. Þegar hafa margir verið nefndir til sögunnar, jafnt íslenskir sem útlendir þjálfarar.

Gunnar og Ágúst Þór taka við landsliðinu

Ágúst Þór Jóhannsson og Gunnar Magnússon, sem störfuðu með Guðmundi Þórði, stýra karlaladsliðinu á næstunni. Framundan á næstu vikum eru fjórir leiki í undankeppni EM 2024, tveir í mars og aðrir tveir í lok apríl.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -