- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Samtíningur frá EM 20 ára karla

Ísak Steinsson, Reynir Þór Stefánsson, Elmar Erlingsson og Birkir Snær Steinsson leikmenn U20 ára landsliðsins. Ljósmynd/EHF
- Auglýsing -
  • Reynir Þór Stefánsson er markahæstur leikmanna íslenska landsliðsins á Evrópumóti 20 ára landsliða karla í Slóveníu. Hann hefur skorað 39 mörk í sex leikjum eða um 6,5 mörk að jafnaði í leik. Situr hann í níunda sæti listans yfir þá markahæstu.
  • Af Íslendingunum er Össur Haraldsson næstur með 34 mörk í 16. sæti.
  • Markahæstur á Evrópumótinu er Færeyingurinn Óli Mittún með 58 mörk, eða nærri 10 mörk að jafnaði í leik. Norðmaðurinn Patrick Helland Andersson er næstur með 57 mörk. Þessi tveir skera sig úr því Nace Zajc frá Slóveníu er í þriðja sæti með 44 mörk.
  • Slóvakarnir Boris Mandak og Mario Rudinsky dæma viðureign Íslands og Svíþjóðar í krossspili um sæti fimm til átta á EM 20 ára landsliða í dag. Þeir flauta til leiks klukkan 12.20. Handbolti.is verðurmeð textalýsingu frá leiknum beint úr keppnishöllinni.
  • Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæma viðureign Ungverjalands og Norður Makedóníu í krossspili um sæti níu til tólf á EM 20 ára landsliða í dag.
  • Hlynur Leifsson verður eftirlitsmaður á viðureign Sviss og Tékklands í krossspili um sæti 17 til 19 á EM 20 ára landsliða snemma dags. Hann verður einnig eftirlitsmaður á undanúrslitaleik Danmerkur og Spánar í kvöld.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -