- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sandra og Gísli Þorgeir handknattleiksfólk ársins

Sandra Erlingsdóttir og Gísli Þorgeir Kristjánsson. Samsett mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Söndru Erlingsdóttur og Gísla Þorgeir Kristjánsson handknattleiksfólk ársins 2023. Þetta er í annað sinn sem Sandra er valin en Gísli Þorgeir hreppir hnossið í fyrsta sinn.

Sandra Erlingsdóttir

Handknattleikskona ársins 2023 er Sandra Erlingsdóttir, 25 ára leikstjórnandi TuS Metzingen í Þýskalandi og A landsliðs kvenna.

Sandra lék í stórt hlutverk með þýska liðinu Tus Metzingen í þýsku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið komst í Final 4 í bikarkeppninni. Sandra var m.a. valin besti leikmaður 1. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar. Sandra er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í HM 2023 og vann Forsetabikarinn. Sandra skoraði 34 mörk HM og var markahæsti leikmaður Íslands á HM og einnig markahæsti leikmaður Íslands á HM frá upphafi.

Sandra Erlingsdóttir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Sandra er frá Vestmannaeyjum og lék bæði með ÍBV og HK í yngri flokkum auk þess sem að vera um tíma með Fücshe Berlin í Þýskalandi þegar fjölskylda hennar bjó ytra. Þegar hún flutti aftur heim fór Sandra, 18 ára, að leika með meistaraflokki ÍBV og lék þar í 2 ár þar til hún skipti til Vals sumarið 2018. Hún varð Íslandsmeistari með Val vorið 2019 og fór árið eftir í atvinnumennsku í Danmörku þaðan sem hún fór sumarið 2022 til Þýskalands.

Sandra hefur leikið 32 leiki með kvennalandsliðinu og skorað í þeim 145 mörk.

Gísli Þorgeir Kristjánsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Gísli Þorgeir Kristjánsson

Handknattleiksmaður ársins er Gísli Þorgeir Kristjánsson, 24 ára leikstjórnandi Madgeburg í Þýskalandi og A landsliðs karla.

Gísli Þorgeir vann í vor ásamt liðsfélögum sínum í Magdeburg Meistaradeild EHF ásamt því að fá silfurverðlaun í þýsku bikarkeppninni. Gísli Þorgeir var valinn mikilvægasti leikmaður Final 4 úrslitahelgi Meistaradeildarinnar ásamt því að vera valinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar og besti leikmaður Magdeburg á síðustu leiktíð.

Gísli Þorgeir er Hafnfirðingur og lék alla yngri flokka með FH. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með FH árið 2015. Árið 2018 gerði Gísli Þorgeir samning við THW Kiel og lék með liðinu þangað til í upphafi árs 2020 þegar hann færði sig til Magdeburg þar sem hann leikur í dag.

Með landsliðinu lék Gísli Þorgeir á HM í Svíþjóð og Póllandi en á árinu tók hann þátt í 12 landsleikjum og skorað í þeim 37 mörk. Gísli á að baki 51 landsleik sem hann hefur skorað í 113 mörk.

Handknattleiksfólk ársins:

2023 – Gísli Þorgeir KristjánssonSandra Erlingsdóttir
2022 – Ómar Ingi MagnússonSandra Erlingsdóttir
2021 – Ómar Ingi MagnússonRut Arnfjörð Jónsdóttir
2020 – Aron PálmarssonSteinunn Björnsdóttir
2019 – Aron PálmarssonÍris Björk Símonardóttir
2018 – Guðjón Valur SigurðssonÞórey Rósa Stefánsdóttir
2017 – Guðjón Valur SigurðssonÞórey Rósa Stefánsdóttir
2016 – Aron PálmarssonBirna Berg Haraldsdóttir
2015 – Guðjón Valur SigurðssonÍris Björk Símonardóttir
2014 – Guðjón Valur SigurðssonKaren Knútsdóttir
2013 – Guðjón Valur SigurðssonRut Arnfjörð Jónsdóttir
2012 – Aron PálmarssonGuðný Jenný Ásmundsdóttir
2011 – Aron PálmarssonKaren Knútsdóttir
2010 – Alexander PeterssonAnna Úrsúla Guðmundsdóttir
2009 – Ólafur StefánssonHanna Guðrún Stefánsdóttir
2008 – Ólafur StefánssonBerglind Íris Hansdóttir
2007 – Ólafur StefánssonRakel Dögg Bragadóttir
2006 – Guðjón Valur SigurðssonÁgústa Edda Björnsdóttir
2005 – Guðjón Valur SigurðssonBerglind Íris Hansdóttir
2004 – Ólafur StefánssonHrafnhildur Ósk Skúladóttir
2003 – Ólafur StefánssonHrafnhildur Ósk Skúladóttir
2002 – Ólafur StefánssonInga Fríða Tryggvadóttir
2001 – Ólafur StefánssonHarpa Melsteð
2000 – Guðjón Valur SigurðssonHelga Torfadóttir
1999 – Bjarki SigurðssonRagnheiður Stephensen
1998 – Guðmundur HrafnkelssonHerdís Sigurbergsdóttir
1997 – Geir Sveinsson
1996 – Geir Sveinsson
1995 – Geir Sveinsson
1994 – Sigurður Sveinsson
1993 – Guðmundur Hrafnkelsson
1992 – Geir Sveinsson
1991 – Valdimar Grímsson
1990 – Guðmundur Hrafnkelsson
1989 – Þorgils Óttar Mathiesen
1988 – Geir Sveinsson
1987 – Kristján Sigmundsson
1986 – Guðmundur Þ. Guðmundsson
1985 – Þorgils Óttar Mathiesen
1984 – Einar Þorvarðarson
1983 – Brynjar Kvaran
1982 – Kristján Arason
1981 – Sigurður Sveinsson
1980 – Páll Björgvinsson
1979 – Brynjar Kvaran
1978 – Árni Indriðason
1977 – Björgvin Björgvinsson
1976 – Pálmi Pálmason
1975 – Hörður Sigmarsson
1974 – Viðar Símonarson
1973 – Geir Hallsteinsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -