Landsliðsfólkið Sandra Erlingsdóttir, leikmaður TuS Metzingen, og Ómar Ingi Magnússon leikmaður Þýskalandsmeistara SC Magdeburg eru handknattleikskona og handknattleikskarl ársins 2022 að mati Handknattleikssambands Íslands. Ómar Ingi varð fyrir valinu í annað sinn en Sandra hreppir hnossið í fyrsta sinn.
Sandra stóð í ströngu
Sandra lék með EH Aalborg í Danmörku í vor þar sem hún var valin besti leikmaður liðsins annað árið í röð en liðið var í harðri baráttu um að komast í dönsku úrvalsdeildina. Á vormánuðum samdi Sandra við þýska liðið TuS Metzingen og hefur leikið stórt hlutverk með liðinu í þýsku úrvalsdeildinni. Auk þess var Sandra í lykilhlutverki með A-landsliði kvenna á árinu.
Sandra hefur leikið 16 leiki með kvennalandsliðinu og skorað í þeim 65 mörk.
Sigursæll á árinu
Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari í handknattleik með Magdeburg í vor auk þess sem liðið vann heimsmeistaramót félagsliða annað árið í röð og lenti í öðru sæti í Evrópudeildinni í handknattleik.
Ómar Ingi varð markakóngur á Evrópmótinu í Ungverjaland og Slóvakíu og næst markahæstur allra leikmanna í Evrópudeildinni. Í lok tímabilsins í vor var Ómar Ingi valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar og varð jafnframt næst markahæstur.
Auk þess að verða markakóngur EM var hann í landsliðinu sem hafnaði í sjötta sæti á mótinu og var valinn í lið mótsins.
Ómar hefur leikið 66 landsleiki og skorað í þeim 216 mörk.
Valið frá 1973
Neðantalið handknattleikfólk hafa orðið fyrir valinu frá árinu 1973 þegar HSÍ valdi handknattleiksmann ársins í fyrsta sinn. Frá 1998 hefur verið valin handknattleikskona og handknattleikskarl ársins.
2022 – Ómar Ingi Magnússon | Sandra Erlingsdóttir |
2021 – Ómar Ingi Magnússon | Rut Arnfjörð Jónsdóttir |
2020 – Aron Pálmarsson | Steinunn Björnsdóttir |
2019 – Aron Pálmarsson | Íris Björk Símonardóttir |
2018 – Guðjón Valur Sigurðsson | Þórey Rósa Stefánsdóttir |
2017 – Guðjón Valur Sigurðsson | Þórey Rósa Stefánsdóttir |
2016 – Aron Pálmarsson | Birna Berg Haraldsdóttir |
2015 – Guðjón Valur Sigurðsson | Íris Björk Símonardóttir |
2014 – Guðjón Valur Sigurðsson | Karen Knútsdóttir |
2013 – Guðjón Valur Sigurðsson | Rut Arnfjörð Jónsdóttir |
2012 – Aron Pálmarsson | Guðný Jenný Ásmundsdóttir |
2011 – Aron Pálmarsson | Karen Knútsdóttir |
2010 – Alexander Petersson | Anna Úrsúla Guðmundsdóttir |
2009 – Ólafur Stefánsson | Hanna Guðrún Stefánsdóttir |
2008 – Ólafur Stefánsson | Berglind Íris Hansdóttir |
2007 – Ólafur Stefánsson | Rakel Dögg Bragadóttir |
2006 – Guðjón Valur Sigurðsson | Ágústa Edda Björnsdóttir |
2005 – Guðjón Valur Sigurðsson | Berglind Íris Hansdóttir |
2004 – Ólafur Stefánsson | Hrafnhildur Ósk Skúladóttir |
2003 – Ólafur Stefánsson | Hrafnhildur Ósk Skúladóttir |
2002 – Ólafur Stefánsson | Inga Fríða Tryggvadóttir |
2001 – Ólafur Stefánsson | Harpa Melsteð |
2000 – Guðjón Valur Sigurðsson | Helga Torfadóttir |
1999 – Bjarki Sigurðsson | Ragnheiður Stephensen |
1998 – Guðmundur Hrafnkelsson | Herdís Sigurbergsdóttir |
1997 – Geir Sveinsson | |
1996 – Geir Sveinsson | |
1995 – Geir Sveinsson | |
1994 – Sigurður Sveinsson | |
1993 – Guðmundur Hrafnkelsson | |
1992 – Geir Sveinsson | |
1991 – Valdimar Grímsson | |
1990 – Guðmundur Hrafnkelsson | |
1989 – Þorgils Óttar Mathiesen | |
1988 – Geir Sveinsson | |
1987 – Kristján Sigmundsson | |
1986 – Guðmundur Þ. Guðmundsson | |
1985 – Þorgils Óttar Mathiesen | |
1984 – Einar Þorvarðarson | |
1983 – Brynjar Kvaran | |
1982 – Kristján Arason | |
1981 – Sigurður Sveinsson | |
1980 – Páll Björgvinsson | |
1979 – Brynjar Kvaran | |
1978 – Árni Indriðason | |
1977 – Björgvin Björgvinsson | |
1976 – Pálmi Pálmason | |
1975 – Hörður Sigmarsson | |
1974 – Viðar Símonarson | |
1973 – Geir Hallsteinsson |