- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sautjándi sigur Fredericia HK – annað sæti gulltryggt

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia HK. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fredericia HK, undir stjórn Guðmundar Þórðar Guðmundssonar, heldur áfram að gera það gott í dönsku úrvalsdeildinni. Í kvöld vann liðið TTH Holstebro, sem Arnór Atlason þjálfar, 32:21, á heimavelli Holstebro í næst síðustu umferð deildarinnar.

Fredericia HK hefur fyrir nokkru tryggt sér annað sæti deildarinnar og byrjar þar af leiðandi með tvö stig þegar úrslitakeppnin um danska meistaratitilinn hefst í vor í tveimur fjögurra liða riðlum.

Einar Þorsteinn Ólafsson skoraði eitt mark, átti eina stoðsendingu og var einu sinni vikið af leikvelli. Einar Þorsteinn leikur undir handleiðslu Guðmundar Þórðar.

Í neðri hlutanum

Holstebro er í 11. sæti af 14 liðum deildarinnar með 18 stig. Liðið tekur þátt í umspil fimm liða í neðri hlutanum í vor. Neðsta lið þess umspils þegar upp verður staðið mætir liði úr næst efstu deild í allt að þriggja leikja rimmu þar sem sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð verður í húfi.

Ekki er ljóst hvaða lið fellur beint niður í vor. Lemvig, sem situr á botninum, vann Kolding í kvöld, 25:24. Leikmenn Lemvig lifa þar með áfram í voninni um að hanga uppi. Færeyingurinn Vilhelm Poulsen, sem gerði það gott með Fram frá 2020 til 2022, skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar í liði Lemvig í kvöld.

Sigur hjá Ágústi og Elvari

Elvar Ásgeirsson skoraði eitt mark og átti tvær stoðsendingar þegar Ribe-Esbjerg vann SønderjyskE, 29:28, í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Esbjerg og var sá fyrsti eftir að Anders Thomsen þjálfari fékk þann eina kost að axla sín skinn fyrir níu dögum.

Ágúst Elí Björgvinsson stóð í marki Ribe-Esbjerg í drjúga stund og varði 4 skot, 29%.

Með sigrinum tryggði Ribe-Esbjerg sér sæti úrslitakeppni átta efstu liðanna um danska meistaratitilinn.

Stöðuna í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -