- Auglýsing -
- Auglýsing -

Seinni hálfleikur var hræðilegur hjá okkur

Díana Dögg Magnúsdóttir. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir fengu ekki óskabyrjun með Blomberg-Lippe í fyrsta leiknum í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Afar slakur síðari hálfleikur felldi liðið í heimsókn til Zwickau með þeim afleiðingum að BSV Sachsen Zwikau, fyrra lið Díönu Daggar, vann með sex marka mun 27:21. Blomberg-Lippe var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13.

„Þetta var ekki beint byrjunin sem við ætluðum okkur, langt því frá,“ sagði Díana Dögg við handbolta.is eftir leikinn. „Seinni hálfleikur var hræðilegur hjá okkur,“ bætti Eyjakonan við.
Díana Dögg skoraði tvö mörk, gaf þrjár stoðsendingar og var með eitt skapað færi auk þess að vinna tvö vítaköst. Andrea skoraði eitt mark og var með eitt skapað færi.

„Þessi leikur kveikir bara meira í okkur ef eitthvað er,“ sagði Díana Dögg sem gekk til liðs við Blomberg Lippe í sumar eftir fjögurra ára veru hjá BSV Sachsen Zwikau. Andrea kom einnig til Blomberg í sumar. Hún hafði verið í tvö ár í Danmörku.

Staðan víða í Evrópu, m.a. í 1. deild kvenna í Þýskalandi er hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -