Selfoss tekur þátt í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Bikarmeistarar Hauka, sem einnig eru skráðir til leiks, mæta til leiks í annarri umferð. Handknattleikssamband Evrópu gaf í morgun út niðurröðun í flokka Evrópubikarkeppninnar.
Fyrsti leikur í lok september
Selfoss, sem sendir kvennalið sitt í fyrsta sinn til keppni í Evrópukeppi félagsliða, eru í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður til 1. umferð þriðjudaginn 15. júlí. Fyrri leikir 1. umferðar eiga að fara fram 27. og 28. september. Síðari leikirnir verða viku síðar, 4. og 5. október.
Fyrsti leikur Hauka í nóvember
Bikarmeistarar Hauka, sem komust í átta liða úrslit Evrópubikarkeppninnar á síðasta vetri er eitt sex liða sem sitja yfir í fyrstu umferð og mæta þar af leiðandi til leiks í aðra umferð sem áætlað er að fari fram tvær fyrstu helgarnar í nóvember. Dregið verður 7. október, eftir að fyrstu umferð verður lokið.
Í öflugum hóp
Meðal liða sem komast beint í aðra umferð ásamt Haukum er tékkneska liðið Házená Kynžvart sem vann Hauka í átta liða úrslitum í fyrrra oga og MŠK IUVENTA Michalovce frá Slóvakíu sem Valur vann í undanúrslitum Evrópubikarsins.