- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss sló út Fram – Haukar lögðu ÍBV – KA/Þór fór einnig áfram

Selfossliðið fagnar eftir einn af sigrum sínum á leiktíðinni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Efsta lið Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, Selfoss, sló í kvöld út Olísdeildarlið Fram í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins. Að Selfossliðið, sem hefur innan sinna vébanda landsliðsinskonur, næði að vinna Fram kemur e.t.v. ekki í opna skjöldu. Hitt kom meira á óvart hversu stór sigur Selfoss var, 12 mörk, 34:22, eftir að átta mörkum skakkaði á liðunum þegar fyrri hálfleik var að baki, 16:8.

Úrslit réðust í fyrri hálfleik

Haukar komust einnig í átta liða úrslit Poweradebikarsins í kvöld. Þeir unnu vængbrotið lið bikarmeistara síðustu leiktíðar, ÍBV, með 19 marka mun, 36:17, á Ásvöllum. Haukaliðið gaf tóninn strax í fyrri hálfleik með frábærum varnarleik sem ÍBV átti ekkert svar við. Hvert hraðaupphlaupið rak annað þegar á fyrri hálfleik leið og munurinn jókst.

Í síðari hálfleik var forskot Hauka mest 20 mörk og aðeins beðið eftir að leiktímanum lyki.

Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

KA/Þór vann stórsigur á neðsta liði Grill 66-deildar og nýliðum þeirrar deildar, 36:7, í Víkinni.

Fyrr í kvöld vann ÍR lið Víkings í jöfnum og skemmtilegum leik í Safamýri, 21:19. Um hann er fjallað hér auk þess sem markaskorarar eru tíundaðir neðst í þessari grein.

Átta lið komin áfram

Grótta, Haukar, HK, ÍR, KA/Þór, Stjarnan, Selfoss eru þar með komin í átta liða úrslit Poweradebikarkeppni kvenna. Áttunda liðið, Valur, sat yfir í 16-liða úrslitum.

Úrslit kvöldsins

Berserkir – KA/Þór 7:36 (4:16).
Mörk Berserkja: Katrín Guðmundsdóttir 3, Jóhanna Helga Jensdóttir 2, Brynhildur Eva Thorsteinson 1, Stefanía Ósk Sigurjónsdóttir 1.
Varin skot: Sandra Björk Ketilsdóttir 7, Aníta Sólveig Traustadóttir 2.
Mörk KA/Þórs: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 8, Kristín A. Jóhannsdóttir 7, Hildur Magnea Valgeirsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 5, Rakel Sara Elvarsdóttir 5, Nathalia Soares Baliana 2, Isabella Fraga 2, Elsa Björg Guðmundsdóttir 1, Rafaele Nascimento Fraga 1.
Varin skot: Matea Lonac 6, Telma Ósk Þórhallsdóttir 5.

Selfoss – Fram 34:22 (16:8)
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Tinna Sigurrós Traustadóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 17, Áslaug Ýr Bragadóttir 1.
Mörk Fram: Alfa Brá Hagalín 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Íris Anna Gísladóttir 1, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1, Valgerður Arnalds 1, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Andrea Gunnlaugsdóttir 5, Ethel Gyða Bjarnasen 1.


Haukar – ÍBV 36:17 (19:9).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 10, Ragnheiður Ragnarsdóttir 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 3, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 3, Sara Katrín Gunnarsdóttir 3, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sara Odden 2, Birta Lind Jóhannsdóttir 2, Inga Dís Jóhannsdóttir 1, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Rósa Kristín Kemp 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 8, Elísa Helga Sigurðardóttir 1.
Mörk ÍBV: Elísa Elíasdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Amelía Einarsdóttir 2, Ásdís Guðmundsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Karolina Olszowa 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 1, Birna Dís Sigurðardóttir 1, Margrét Björg Castillo 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 4, Réka Edda Bognár 1.

Víkingur – ÍR 19:21 (11:12).
Mörk Víkings: Auður Brynja Sölvadóttir 5, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 4, Áróra Eir Pálsdóttir 3, Díana Ágústsdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Sunna Katrín Hreinsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 10, Anna Vala Axelsdóttir 2.
Mörk ÍR: Sara Dögg Hjaltadóttir 6, Karen Tinna Demian 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 3, Erla María Magnúsdóttir 2, Matthildur Lilja Jónsdóttir 2, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1, Hanna Karen Ólafsdóttir 1, Sylvía Sigríður Jónsdóttir 1, Anna María Aðalsteinsdóttir 1.
Varin skot: Hildur Öder Einarsdóttir 8, Ísabella Schöbel Björnsdóttir 5.

Tengt efni:

Leikjavakt: Barist í deildinni og í bikarnum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -