5. flokkslið Selfoss í stúlknaflokki fékk bronsverðlaun á Norden Cup handknattleiksmótinu sem fram fór í Gautaborg á milli jóla og nýárs. Sunnlenska.is segir frá. Selfoss lagði Elverum með níu marka mun í úrslitaleiknum um 3. sætið, 22:13. Liðið, sem er skipað stúlkum sem eru fæddar 2011, vann allar viðureignir sínar nema eina á mótinu.
Selfoss sendi tvö önnur lið til leiks á Norden Cup en drengir fæddir 2011 urðu í 5. sæti í sínum aldursflokki, eins og kom fram á handbolti.is í gær.
Drengir fæddir 2010 höfnuðu í 6. sæti í sínum aldursflokki. Öll Selfossliðin þrjú fóru ósigruð í gegnum riðlakeppnina og náðu inn í 8-liða úrslitin sem er frábær árangur á þessu sterka móti sem oft er sagt vera óopinbert Norðurlandamót félaga yngri flokka.
Sjá einnig: FH-ingar koma heim með silfur frá Gautaborg
HK varð í sjöunda sæti á Norden Cup