- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss vann brons á Norden Cup – þrjú lið félagsins stóðu sig vel

Lið Selfoss (efri röð f.v.) Sara Rún Auðunsdóttir, Hildur Eva Bragadóttir, Rakel Ingibjörg Ívarsdóttir, Bára Ingibjörg Leifsdóttir, Þórey Mjöll Guðmundsdóttir og Guðmundur Garðar Sigfússon þjálfari. (Fremri röð f.v.) Eva Sól Axelsdóttir, Bergþóra Hauksdóttir, Ásta Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Ísold Axelsdóttir. Ljósmynd/Bragi Bjarnason - mynd frá Sunnlenska.is
- Auglýsing -


5. flokkslið Selfoss í stúlknaflokki fékk bronsverðlaun á Norden Cup handknattleiksmótinu sem fram fór í Gautaborg á milli jóla og nýárs. Sunnlenska.is segir frá. Selfoss lagði Elverum með níu marka mun í úrslitaleiknum um 3. sætið, 22:13. Liðið, sem er skipað stúlkum sem eru fæddar 2011, vann allar viðureignir sínar nema eina á mótinu.


Selfoss sendi tvö önnur lið til leiks á Norden Cup en drengir fæddir 2011 urðu í 5. sæti í sínum aldursflokki, eins og kom fram á handbolti.is í gær.

Drengir fæddir 2010 höfnuðu í 6. sæti í sínum aldursflokki. Öll Selfossliðin þrjú fóru ósigruð í gegnum riðlakeppnina og náðu inn í 8-liða úrslitin sem er frábær árangur á þessu sterka móti sem oft er sagt vera óopinbert Norðurlandamót félaga yngri flokka.


Sjá einnig: FH-ingar koma heim með silfur frá Gautaborg

HK varð í sjöunda sæti á Norden Cup

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -