- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sex ára dvöl lýkur í sumar

- Auglýsing -

Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, rær á önnur mið í sumar þegar samningur hans við þýska félagið Melsungen rennur út.

Arnar Freyr, sem er 29 ára línumaður og sterkur varnarmaður, staðfesti tíðindin í samtali við mbl.is.

„Ég er mjög sáttur en er að renna út á samningi þannig að þetta verður mitt síðasta ár í Melsungen. Það hefur verið frábært að vera hérna og okkur fjölskyldunni líður vel,“ sagði hann og kvaðst opinn fyrir öllu; að það skipti sig ekki höfuðmáli að halda kyrru fyrir í Þýskalandi.

Tíu ár í atvinnumennsku

Arnar Freyr hefur leikið með Melsungen frá sumrinu 2020 og lýkur því sex ára dvöl hans þar í sumar. Öll sex tímabilin hefur Melsungen leikið í þýsku 1. deildinni.

Hann var áður hjá GOG í Danmörku, Kristianstad í Svíþjóð og þar áður hjá uppeldisfélagi sínu Fram.

Í sumar verða tíu ár síðan Arnar Freyr hélt út í atvinnumennsku og fór til Kristianstad frá Fram. Hann á 105 landsleiki að baki og var fyrst með á stórmóti á HM 2017 í Frakklandi.

EM2026 – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -