HSG Blomberg-Lippe, sem landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir leika með vann bikarmeistara TuS Metzingen, 26:21, í fjórðu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á heimavelli í kvöld. Þetta var annar sigur Blomberg-Lippe í fjórum leikjum í deildinni.
Díana Dögg skoraði fjögur mörk, gaf tvær stoðsendingar. Andrea var með tvö mörk og tvö sköpuð færi.
Sandra Erlingsdóttir er ekki byrjuð að leika með Tus Metzingen eftir að hafa átt barn í júlí. Hún sagði í viðtali við mbl.is á dögunum að vonir hennar stæðu til að byrja að leika með liðinu í þessu mánuði sem er nýlega hafinn.
Staðan var jöfn að loknum fyrri hálfleik, 10:10. Framúrskarandi varnarleikur Blomberg-Lippe lagði grunn að sigrinum.
Næst í Belgrad
Næsti leikur Blomberg-Lippe verður í Belgrad laugardaginn gegn Rauðu stjörnunni í síðari viðureign liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Blomberg-Lippe vann heimaleikinn um síðustu helgi með 15 marka mun og stendur þar af leiðandi vel að vígi.