- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex undanúrslitaleikir – Ísak stal senunni 2015

Gytis Smantauskas, leikmaður FH, kemur skoti á mark Vals á milli Stivens Tobar Valencia og Þorgils Jóns Svölu Baldurssonar í viðureign Vals og FH í Olísdeildinni i vetur. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH og Valur hafa sex sinnum mæst í undanúrslitum bikarkeppninnar í handknattleik karla, sem nú kallast Coca Cola-bikarinn. Sigurleikirnir hafa skipst bróðurlega á milli liðanna, þrír sigurleiki á hvort félag.
Síðast mættust lið félaganna í undanúrslitum 2017. Valur vann naumlega 20:19.


Einna minnilegastur er væntanlega undanúrslitaleikurinn 2015. Tvær framlengingar þurfti til þess að knýja fram úrslit. FH hafði betur að lokum, 44:40, en jafnt var 32:32, eftir 60 mínútur og 38:38, að loknum 70 mínútum. Valsmenn fóru illa að ráði sínu því þeir voru með fjögurra marka forskot, 30:26, átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Ísak Rafnsson á hraðferð þó ekki í leiknum góða 2015. Mynd/J.L.Long


Ísak Rafnsson fór hamförum í framlengunum. Þá skoraði hann megin þorra 11 marka sinn í leiknum og knúði tvisvar sinnum út framlengingu með mörkum sínum, 32:32 og 38:38. Framan af leiknum fór Ásbjörn Friðriksson á kostum. Alls skoraði hann 14 mörk, þar af fjögur úr vítaköstum.


Geir Guðmundsson, núverandi leikmaður Hauka, var aðsópsmestur Valsara í leiknum tvíframlengda 2015. Hann skoraði 10 mörk. Næstur var Alexander Örn Júlíusson með átta mörk.


Undanúrslitaleikir FH og Vals:
2017, Valur – FH 20:19.
2015, FH – Valur 44:40, eftir tvær framlengingar.
2009, Valur – FH 29:25.
1982, FH – Valur 27:20.
1977, FH – Valur 25:23.
1974, Valur – FH 27:25.

Undanúrslitaleikur FH og Vals í Coca Cola-bikar karla hefst á Ásvöllum í dag klukkan 18. Miðasala er að appinu, Stubbur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -