- Auglýsing -
- Auglýsing -

Síðasta leik Íslands og Grikklands lauk með jafntefli

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur með níu mörk síðast þegar íslenska landsliðið mætti gríska landsliðinu fyrir fimm árum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Síðast mættust karlalandslið Íslands og Grikklands 12. júní 2019 í Kozani í Grikklandi í undankeppni Evrópumótsins 2020. Skemmst er frá því að segja að leiknum í Kozani lauk með jafntefli, 28:28. Íslenska landsliðið var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.

Arnór Þór Gunnarsson skoraði flest mörk íslensku leikmannanna, níu. Guðjón Valur Sigurðsson var næstur með sjö mörk og Aron Pálmarsson skoraði fimm sinnum, Elvar Örn Jónsson skoraði fjögur mörk, Teitur Örn Einarsson tvö, og Ólafur Andrés Guðmundsson eitt.

Hinn 24. október vann íslenska landsliðið fyrri viðureignina við Grikki, 35:21, í umræddri undankeppni EM 2020. Leikurinn fór fram í Laugardalshöll. Staðan í hálfleik var 17:13, fyrir Íslandi.

Bjarki Már Elísson var markahæstur íslensku leikmannanna í leiknum í Laugardalshöll með sex mörk. Arnar Freyr Arnarsson, Arnór Þór Gunnarsson og Rúnar Kárason skoruðu fimm mörk hver, Aron Pálmarsson og Stefán Rafn Sigurmannsson fjögur mörk hvor, Sigvaldi Gujjónsson þrjú, Elvar Örn Jónsson tvö og Ómar Ingi Magnússon eitt mark.

Því má bæta við að íslenska landsliðið hafnaði í öðru sæti í undanriðlinum með átta stig úr sex leikjum á eftir Norður Makedóníu sem önglaði saman níu stigum. Tyrkir hrepptu þriðja sætið með fjögur stig en Grikkir ráku lestina með þrjú stig.

Landsleikir Íslands og Grikklands í karlaflokki:
12. júní 2019:
Kozani: Grikkland - Ísland, 28:28.
24. október 2018:
Reykjavík: Ísland - Grikkland, 35:21.
26. maí 2004:
Aþena: Grikkland - Ísland, 25:23.
29. maí 2002:
Kolindros: Grikkland - Ísland, 25:28.
5. október 1996:
Aþena: Grikkland - Ísland, 20:20.
2. október 1996:
Akureyri: Ísland - Grikkland, 32:21.

- Sex leikir, þrír sigrar, tvö jafntefli og eitt tap.

Allir á skýrslu í fyrri vináttuleiknum við Grikki

Arnór og Benedikt verða áttunda bræðraparið til að leika saman landsleik

Kúvending á sólarhring – leikirnir við Grikki verða sendir út beint

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -