- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sígilt Íslendingalið endurheimtir sæti í þýsku 2. deildinni

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Þýska handknattleiksliðið EHV Aue, sem mörgum íslenskum handknattleiksmönnum er að góðu kunnugt, hefur endurheimt sæti í 2. deild þýska handknattleiksins eftir ársveru í 3. deild.

EHV Aue vann í dag Hildesheim í næst síðustu umferð umspilskeppni um sæti í 2. deild á næstu leiktíð, 27:24, á heimavelli. EHV hefur unnið sex af sjö leikjum sínum til þessa og er öruggt um annað af tveimur efstu sætum umspilsins.

Sveinbjörn Pétursson markvörður hefur leikið með Aue um árabil. Fyrst frá 2012 til 2016 og aftur frá 2020. Hann framlengdi nýverið samningi sínum við félagið til eins árs og tekur þar með slaginn í 2. deild á nýjan leik.

Nokkrir Íslendingar hafa í gegnum tíðina komið að málum hjá EHV Aue. Rúnar Sigtryggsson var um árabil þjálfari liðsins og hljóp aftur í skarðið tímabilið 2020/2021 þegar þjálfari liðsins veiktist lífshættulega af kórónuveirunni.

Örvhenta stórskyttan Arnar Jón Agnarsson lék um árabil með Aue. Í kjölfar hans komu Árni Þór, bróðir Rúnars þjálfara, Bjarki Már Gunnarsson, Hörður Fannar Sigþórsson, Sigtryggur Daði Rúnarsson til liðsins og voru um lengri og skemmri tíma auk Arnars Birkis Hálfdánssonar frá 2020 til 2022.

Emsdetten situr eftir

TuS Vinnhorst frá Hannover fylgir EHV Aue upp í 2. deild en meðal liða sem sitja eftir eru TV Emsdetten sem nokkrir Íslendingar hafa leikið með, þar á meðal Anton Rúnarsson sem verið hefur í herbúðum þess síðustu tvö tímabil en var þar einnig um miðjan síðasta áratug meðan betur áraði í sögu félagsins. Anton mun hafa tekið stefnuna heim í sumar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -