- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigríður Unnur ráðin til Gróttu

Sigríður Unnur Jónsdóttir handsalar samninginn við Arnkel Bergmann Arnkelsson, formann handknattleiksdeildar Gróttu. Mynd/Grótta
- Auglýsing -

Sigríður Unnur Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Gróttu sem leikur i Grill66-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Sigríður verður Gunnari Gunnarssyni til halds og trausts en Gunnar tók við þjálfun Gróttuliðsins í sumar.


Sigríður kemur frá Val þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka með afbragðs árangri undanfarin ár.



„Það eru frábærar fréttir að Sigga sé komin til okkar. Hún hefur verið lengi í kringum kvennaboltann og þjálfun almennt með mjög góðum árangri. Kemur með mikla þekkingu og reynslu sem á eftir að nýtast okkur vel,“ er haft eftir Gunnari þjálfara í tilkynningu frá Gróttu í kvöld.


Grótta mætir ungmennaliði Vals í fyrstu umferð Grill66-deildarinnar 23. september.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -