- Auglýsing -

Sigur í fyrsta leik hjá Orra Frey – ungversku meistararnir lágu í Álaborg

- Auglýsing -


Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk og var með fullkomna skotnýtingu þegar Sporting hóf leik í Meistaradeild með sigri við Dinamo Búkarest í höfuðborg Rúmeníu í kvöld, 33:30. Hann var næst markahæstur í þessum góða sigri sem Sporting tryggði sér í síðaari hálfleik. Staðan jöfn þegar hann hófst, 15:15.

Orri skoraði fjögur mörk úr vítaköstum, tvö úr horninu og eitt eftir hraðaupphlaup, eftir því sem næst verður komist.


Francisco Costa skoraði átta mörk fyrir Sporting og eldri bróðir hans, Martima skoraði sjö mörk eins og Hafnfirðingurinn.

Haniel Vincius Langaro Inoue og Andrii Akimenko skoruðu fimm mörk hvor fyrir Dinamo-liðið sem varð að sætta sig við að tapa fyrir Portúgalsmeisturunum annað árið í röð á heimavelli.

Leikmenn Aalborg Håndbold gleðjast yfir góðri byrjun í Meistaradeild Evrópu. Ljósmynd/EPA

Ekki draumabyrjun hjá Bjarka Má

Bjarki Már Elísson og liðsfélagar í ungverska meistaraliðinu One Veszprém töpuðu með fjögurra marka mun fyrir dönsku meisturunum, Aalborg Håndbold, 32:28, í Álaborg. Svo sannarlega engin draumabyrjun á ungverska meistaraliðinu sem stefnir enn eitt árið á að vinna Meistaradeildina. Fall er e.t.v. fararheill að þessu sinni.

Sex mörk í sjö skotum

Bjarki Már stóð fyrir sínu hvað sem öðru líður. Hann skoraði sex mörk í sjö skotum, tvö úr horni og nýtti vítaköstin fjögur sem hann tók. Nedim Remili skoraði átta sinnum fyrir Veszprém.

Thomas Arnoldsen var atkvæðamestur hjá Álaborgarliðinu með sex mörk. Mads Hoxer, Felix Möller og Buster Juul skoruðu fimm mörk hver.

Fabian Norsten fór á kostum í marki Aalborg Håndbold. Ljósmynd/EPA

Fyrsti leikur Ágústs Elís

Ágúst Elí Björgvinson tók þátt í sínum fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu á ferlinum. Hann fékk að spreyta sig á einu vítakasti í marki Aalborg. Fabian Norsten markvörður Aalborg var frábær. Hann varði 18 skot, 40%.

Juri Knorr tók þátt í sínum fyrsta leik með Aalborg og skoraði tvö mörk í fimm skotum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -