- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur og tap á Jótlandi

Thea Imani Sturludóttir í leik með Århus United. Mynd Erik Laursen, FB-síða Århus United.
- Auglýsing -

Thea Imani Sturludóttir og samherjar í Aarhus United fóru af krafti af stað í kvöld þegar keppni hófst að fullum þunga í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir sex vikna hlé vegna Evrópumótsins. Aarhus United tók þá lið Horsens í kennslustund á heimavelli og vann með 11 marka mun, 29:18, eftir að hafa nánast gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Að honum loknum var Árósarliðið með átta marka forskot, 14:6.

Thea Imani kom lítið sem ekkert við sögu í liðinu að þessu sinni. Að minnsta kosti er ekkert fært til bókar á hana á heimasíðu deildarinnar.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Vendsyssel. Mynd/Erik Laursen – aðsend


Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Steinunn Hansdóttir og samherjar í Vendsyssel eiga sem fyrr erfitt uppdráttar í deildinni. Reyndar lék liðið vel í fyrri hálfleik í kvöld þegar það tók á móti Ajax. Vendsyssel var tveimur mörkum yfir þegar leiktíminn var hálfnaður, 13:11. Leikmönnum liðsins féll allur ketill í eld í síðari hálfleik með þeim afleiðingum að Ajax-liðið vann með sex marka mun, 30:24.


Elín Jóna lék afar vel í fyrri hálfleik meðan vörn Vendsyssel var ágæt. Var hún með um 40% hlutfallsmarkvörslu í hálfleik. Hinsvegar gekk henni verr í seinni hálfleik eftir að botninn datt úr varnarleiknum. Elín Jóna varði alls 11 skot, þar af eitt vítakast og var með 27,5% hlutfallsmarkvörslu. Steinunn skoraði eitt mark í fyrri hálfleik.


Staðan í dönsku úrvalsdeildinni:
Esbjerg 25(14), Viborg 24(14), Odense 22(13), Köbenhavn 18(13), Herning-Ikast 15(13), NFH Nyk 15(13), Aarhus United 15(14), Silkeborg-Voel 14(14), Ajax 11(14), Randers 8(13), Holstebro 8(13), Skanderborg 6(14), Horsens 6(14), Vendsyssel 1(12).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -