- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurður ætlar að verja mark Fjölnis

Sigurður Ingiberg Ólafsson markvörður. Mynd/Fjölnir
- Auglýsing -

Hinn margreyndi markvörður Sigurður Ingiberg Ólafsson hefur samið á ný við Fjölni, nýliða Olísdeildar karla í handknattleik. Frá þessu var greint í morgun. Sigurður Ingiberg lék með liðinu á síðustu leiktíð og lék veigamikið hlutverk í umspilsleikjunum við Þór en í þeim var bitist um sæti í Olísdeildinni.

Sigurður tók fram skóna á síðustu leiktíð eftir að hafa verið frá keppni síðan vorið 2022 þegar hann sleit krossband í úrslitarimmu ÍR og Fjölnis um sæti í Olísdeildinni. Sigurður var þá liðsmaður ÍR.

Sigurður er mörgum handboltaunnendum að góðu kunnur eftir að hafa staðið vaktina í markinu við góðan orðstír í meistaraflokki hjá ÍR, Val, Kríu og nú síðast hjá Fjölni. M.a. var Sigurður markvörður Vals þegar liðið varð Íslandsmeistari vorið 2017 og náði inn í undanúrslit Evrópubikarkeppninnar.

„Við fögnum því að hafa nælt í jafn öflugan leikmann og góða fyrirmynd og Sigurður er. Íbúar í Grafarvogi hafa því fengið enn eina ástæðuna til að koma á leiki, fylgjast með Sigurði leika listir sínar og styðja við sitt félag í baráttunni í vetur,“ segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Fjölnis.

Sjá einnig:

Haraldur Björn tekur slaginn með Fjölni – Aron Breki framlengdi

Kominn heim í Fjölni eftir tveggja ára vist hjá Stjörnunni

Gunnar Steinn ráðinn þjálfari Fjölnis

Nýliðarnir semja við Alex til tveggja ára

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -