- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn og félagar settust á ný á toppinn

Sigvaldi Björn Guðjónsson fagnar marki í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk, þar af tvö úr vítaköstum, þegar Kolstad vann Bergen Håndball, 38:30, í þrettánda leik liðsins í norsku úrvalsdeildinni í Þrándheimi í kvöld. Kolstad, var marki undir í hálfleik, 16:15. Leikmenn bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik og sneru við taflinu. Kolstad komst á ný í efsta sæti deildarinnar með sigrinum. Liðið hefur 23 stig. Elverum er stigi á eftir.

Dagur skoraði fimm

Dagur Gautason og félagar í ØIF Arendal unnu Halden, 33:30, á útivelli og færðust upp í þriðja til fimmta sæti deildarinnar. ØIF Arendal er með 21 stig eins og Runar og Drammen. Liðin hafa leikið einum leik fleira en meistaralið Kolstad. Dagur skoraði fimm mörk í kvöld, eitt úr vítakasti. Hafþór Már Vignisson skoraði einu sinni.

Róbert Sigurðarson og liðsmenn Drammen gerðu jafntefli við Sandnes á útivelli, 30:30, í sveiflukenndum leik. Leikmenn Sandnes voru með yfirhöndina í leiknum lengst af í síðari hálfleik. Drammenpiltar gáfu ekkert eftir og komust yfir skömmu fyrir leikslok en varð ekki kápan úr því klæðinu. Niðurstaðan varð skiptur hlutur.

Róbert skoraði

Róbert Sigurðarson skoraði eitt mark fyrir Drammen. Honum var vikið einu sinni af leikvelli sem er e.t.v. ekki nýnæmi. Hinn hálf íslenski, Viktor Petersen Norberg, skoraði fjórum sinnum.

Drammen er eitt þriggja liða með 21 stig eftir 14 leiki í þriðja til fimmta sæti.

Stöðuna í norsku úrvalsdeildinni og í fleiri deildum í evrópskum handknattleik er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -