- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Silfrið kom í hlut landsliðskvennanna eftir annasamt tímabil

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -



Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir ljúka annasömu fyrsta keppnistímabili með þýska liðinu Blomberg-Lippe með silfurverðlaunum í þýsku 1. deildinni. Blomberg-Lippe tapaði síðari úrslitaleiknum um þýska meistaratitilinn fyrir Ludwigsburg, 26:22, á heimavelli. HB Ludwigsburg er þar með þýskur meistari fjórða árið í röð, vann úrslitaleikina tvo með samanlagt 11 marka mun.


Hvorki Andrea né Díana Dögg skoruðu í leiknum í Sporthalle an der Ulmenallee í dag. Díana Dögg var með tvö sköpuðu færi.

Ludwigsburg-liðið var með góð tök á viðureigninni frá upphafi til enda og hafði um skeið níu marka forskot í síðari hálfleik.

Andrea og Díana Dögg gengu til liðs við Blomberg-Lippe síðasta sumar. Liðið hafnaði í þriðja sæti í deildarkeppninni, í öðru sæti úrslitakeppninni, í fjórða sæti í Evrópudeildinni og í öðru sæti í bikarkeppninni, einnig eftir tap fyrir Ludwigsburg. Tímabilið er það besta hjá Blomberg-Lippe frá upphafi. Lið félagsins hefur aldrei orðið ofar en í fjórða sæti í deildinni heimafyrir. Hvað þá hefur lið Blomberg-Lippe áður náð svo langt í Evrópukeppni.

Íslensku landsliðskonurnar eru svo sannarlega reynslunni ríkari.

Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona og leikmaður Vals, bætist í leikmannahóp Blomberg-Lippe fyrir næsta keppnistímabil.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -