- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sjö íslensk mörk – áttundi leikurinn í röð án taps

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir, landsliðskonur og leikmenn Blomberg-Lippe. Ljósmynd/Weib‘z Fotografie
- Auglýsing -


Íslensku landsliðskonurnar Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir skoruðu sjö mörk þegar lið þeirra Blomberg-Lippe gerði jafntefli við Oldenburg á heimavell síðarnefnda liðsins, 29:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Þetta var áttundi leikur Blomberg-Lippe í röð án taps í deildinni, bikarkeppninni og í Evrópukeppni. Liðið situr fyrir vikið í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.

Evrópuleikur á laugardag

Næsti leikur Blomberg-Lippe, og sá síðasti fyrir hlé vegna Evrópumótsins, verður gegn Tus Metzingen í síðari umferð undankeppni Evrópudeildarinnar á laugardaginn. Blomberg-Lippe hefur níu marka forskot eftir fyrri viðureiginina, 30:21.

Síðasta sóknin

„Við áttum síðustu sókn leiksins og okkur tókst ekki að nýta hana,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir í svari við skilaboðum til handbolta.is í gærkvöld. Hún skoraði þrjú mörk, átti fjórar stoðsendingar og var með þrjú sköpuð færi, vann eitt vítakast og var með tvo stolna bolta, var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur auk þess að vinna eitt frákast.

Andrea skoraði fjögur mörk, var með tvö sköpuð færi, stal boltanum einu sinni, náði einu frákasti en var einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.

Átti harma að hefna

Oldenburg-liðið átti harma að hefna gegn Blomberg-Lippe eftir tap í bikarkeppninni á dögunum, 35:31. Staðan var 17:14 Oldenburgurum í hag að loknum fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik jafnaðist viðureignin og Blomberg-Lippe komst yfir en vantaði herslumun upp á til að hreppa bæði stigin.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og í fleiri deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -