Strákarnir í U16 ára landsliðinu í handknatttleik mættu Færeyingum í seinni vináttulandsleik liðanna fyrr í dag í Kollafirði í Færeyjum og unnu með sjö marka mun, 32:25. Fylgdu þeir eftir 12 marka sigri sínum í fyrri leiknum í gær.
Leikurinn í dag var jafn í fyrri hálfleik en heimamenn með frumkvæðið. Staðan í hálfleik var jöfn, 13:13. Í síðari hálfleik léku okkar strákar mun betur. Þeir komust yfir og juku jafnt og þétt við muninn eftir því sem á hálfleikinn leið.
Anton Máni Francisco Heldersson markvörður var bestur í íslenska liðinu í dag.
Mörk Íslands: Gunnar Róbertsson 7, Róbert Daði Jónsson 5, Ómar Darri Sigurgeirsson 4, Bjarki Snorrason 3, Freyr Aronsson 3, Matthías Dagur Þorsteinsson 2, Anton Frans Sigurðsson 2, Örn Kolur Kjartansson 2, Logi Finnsson 2, Helgi Marinó Kristófersson 1, Viktor Bjarki Einarsson 1, Kristófer Tómas Gíslason 1.
Varin skot: Anton Máni Francisco Heldersson 13, 41%. Jóhannes Andri Hannesson 1 skot (13%).
Íslenska liðið heldur heim á leið á morgun eftir góða ferð til Færeyja.