- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skin í kvöld eftir skúrir í gær

Arnór Þór Gunnarsson nú þjálfari Bergischer HC. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Það áraði betur hjá íslenskum handknattleiksmönnum í þýsku 1. deildinni í kvöld en í gærkvöld þegar öll Íslendingaliðin sem þá voru í eldlínunni töpuðu. Í kvöld voru þrjú Íslendingalið á ferðinni og unnu þau öll. Óhætt er að segja að það skiptist á skin og skúrir hjá íslenskum landsliðsmönnum í deildinni á milli kvölda.

Arnór Þór Gunnarsson fór á kostum og skoraði sex mörk i sjö skotum þegar Bergischer HC lagði Ludwigsburg á heimavelli, 28:19, eftir að hafa verið með öruggt forskot frá upphafi til enda. Fjögur marka sinn skoraði Akureyringurinn af vítalínunni en hann var jafnframt markahæsti leikmaður liðsins. Ragnar Jóhannsson kom ekkert við sögu í liði Bergischer HC fremur en í öðrum leikjum upp á síðkastið.


Ómar Ingi Magnússon var einnig markahæstur í sínu liði, SC Magdeburg, í tíu marka sigurleik á Erlangen á heimavelli, 36:26. Ómar Ingi skoraði 11 mörk og átti fimm stoðsendingar. Þrjú markanna skoraði Ómar Ingi úr vítaköstum. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði eitt mark og átti þrjár stoðsendingar fyrir Magdeburg-liðið.


Janus Daði Smárason og félagar í Göppingen unnu botnliðið, Coburg, 29:21, á útivelli. Coburg-menn eru sýnd veiði en ekki gefin eins og lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar fengu að finna fyrir í síðustu viku. Janus og samherjar fóru af fullum krafti í leikinn og voru með þægilegt forskot í leiknum til síðustu mínútu. Janus Daði var óvenju spakur að þessu sinni. Hann skoraði eitt mark úr eina markskotinu sem hann tók og átti eina stoðsendingu.


Í fjórða leik kvöldsins vann Flensburg heimasigur á Tusem Essen, 35:28. Íslenskir handknattleiksmenn eru ekki innan raða þeirra liða. Flensburg komst í efsta sæti deildarinnar með sigrinum.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 19(11), Rhein-Neckar Löwen 19(12), Kiel 18(10), Füchse Berlin 17(11), Göppingen 15(12), Leipzig 15(12), Stuttgart 15(13), Magdeburg 14(11), Wetzlar 14(13), Lemgo 13(13), Hannover-Burgdorf 12(12), Bergisher HC 12(12), Erlangen 12 (13), MT Melsungen 11(9), Minden 7(10), Balingen 7(13), Nordhorn 6(13), Ludwigshafen 5(13), Essen 3(10), Coburg 2(12).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -