- Auglýsing -
Rakel Sara Elvarsdóttir, leikmaður KA/Þórs, varð fyrir því mikla óláni að slíta krossband í hné í annað sinn á ferlinum og verður því frá keppni næsta árið eða svo.
Jónatan Þór Magnússon þjálfari KA/Þórs staðfesti ótíðindin í samtali við Handkastið.
Rakel Sara, sem verður 23 ára á fimmtudag, leikur í stöðu hægri hornamanns og hefur leikið með KA/Þór stærstan hluta ferilsins. Hún lék með Volda í norsku úrvalsdeildinni 2021/22.
Sleit Rakel Sara krossband í hné í desember árið 2023, lék af þeim sökum ekkert á síðasta tímabili en sneri aftur á völlinn á yfirstandandi tímabili.
Hefur hún því slitið krossband tvívegis á rétt rúmlega tveimur árum.
- Auglýsing -



