- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Smárúta send eftir íslenska landsliðinu – rúmaði ekki allan hópinn

- Auglýsing -

Hörmulega var staðið að flutningi íslenska landsliðsins frá Malmö í Svíþjóð til Herning í Danmörku í morgun. Alltof lítil rúta var send til þess að flytja leikmenn, þjálfara, starfsmenn og farangur sem er gríðarlega mikill. Fór svo að ekki komust allir með og urðu níu starfsmenn liðsins að sitja eftir. Var þeim nauðugur sá kostur að fara með lest frá Malmö til Kaupmannahafnar og leigja bíl til ferðarinnar til Herning í kjölfar landsliðsins.

Dannebrog í stað íslenska fánans

Til að bæta gráu ofan á svart er fáni danska landsliðsins, Dannebrog, í framrúðu rútunnar en ekki sá íslenski, eins og vaninn er.

Framkoman er andstæð öllum hefðbundnum verklagsreglum á stórmótum í handknattleik hvort sem hún skrifast á reikning danska handknattleikssambandsins eða ekki.

Á sama tíma lifðu leikmenn danska landsliðsins í vellystingum og svo gott sem pragtuglega og biðu leiksins við íslenska landsliðið annað kvöld í Jyske Bank Boxen.

Sleifarlag og skyndibiti

Ljóst er að sleifarlag er í ýmsu varðandi skipulag Evrópumótsins. Dagur Sigurðsson hellti úr skálum reiði sinnar á blaðamannafundi skipuleggjenda í Jyske Bank Boxen í dag.

Dagur líkti Handknattleikssambandi Evrópu við skyndibitakeðju. Króatar voru einnig mjög óhressir með aðbúnað og flutning frá Malmö til Herning. Þar að auki býr króatíska liðið á hóteli í Silkeborg sem er í 40 km akstursfjarlægð frá Herning.

Íslenska landsliðið gistir á Scandic-hótelinu í Herning sem er skammt frá keppnishöllinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -