Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Akureyri:
„Frábært að ná þessu í Höllinni fyrir framan okkar fólk,“ segir Oddur Gretarsson leikmaður Þórs eftir að liðið tryggði sér sæti í Olísdeild karla með sigri á HK2 í síðasta leik liðsins í Grill 66-deild karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, 37:29.
„Við fögnum í kvöld og næstu daga en síðan tekur við fullur fókus á Olísdeildina,“ segir Oddur sem kom heim síðasta sumar eftir 12 ára dvöl sem atvinnumaður í Þýskalandi. Hann hafði ekki leikið fyrir Þór í 18 ár þegar tímabilið hófst í haust.
„Það snertir taugarnar að koma heim og ná þessu markmiði. Ég er bara orðlaus,“ sagði Oddur en í bakgrunni er rífandi rokktónlist að hætti þeirra í Þorpinu.
Lengra viðtal er við Odd í myndskeiði hér fyrir ofan.
„Þór á að vera í Olísdeildinni“
Þór er kominn í Olísdeild karla